Skoski þjarkurinn sem hefur fundið sinn innri framherja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2021 14:31 Scott McTominay fagnar marki sínu gegn West Ham í gær. getty/Matthew Peters Manchester United getur þakkað Scott McTominay fyrir að liðið sé komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Á undanförnum vikum hefur skoski miðjumaðurinn sýnt á sér nýja hlið og er byrjaður að raða inn mörkum. McTominay kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í bikarleik United og West Ham á Old Trafford í gær. Á sjöundu mínútu framlengingar skoraði hann eina mark leiksins. Hann rak þá smiðshöggið á góða skyndisókn heimamanna og skoraði með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Marcus Rashford. Super Scott McTominay #EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/ZG3w6Sjhyg— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 9, 2021 McTominay hefur nú skorað í síðustu þremur leikjum United sem hafa allir verið á heimavelli. Raunar hafa sex af sjö mörkum hans á tímabilinu komið á Old Trafford. Aðeins Bruno Fernandes og Rashford hafa skorað meira fyrir United í vetur en McTominay. „Hann var framherji og hann klárar færin sín með stæl. Honum líður vel í þessum stöðum og þrumaði boltanum í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn gegn West Ham í gær. Þótt McTominay hafi verið framherji á sínum yngri árum hefur hann ekki verið þekktur fyrir markaskorun síðan hann kom inn í aðallið United. Í vetur hefur hann hins vegar skorað jafn mörg mörk og hann hafði gert á ferli sínum með United fram að því. Scott McTominay has found his scoring touch Between 2016-17 and 2019-20: 7 goals in 8 4 appearances2020-21: 7 goals in 3 0 appearances pic.twitter.com/8CDr9E4dkG— Goal (@goal) February 10, 2021 McTominay er uppalinn hjá United og lék sína fyrstu leiki með aðalliði félagsins tímabilið 2016-17. Hann kom svo að alvöru inn í aðalliðið á næsta tímabili þegar hann lék 23 leiki í öllum keppnum. José Mourinho, sem hefur ekki verið þekktur fyrir að gefa ungum leikmönnum mörg tækifæri á stjóraferlinum, virtist taka ástfóstri við Skotann óþreytandi þótt hann hafi stundum gagnrýnt hann opinberlega. Hlutverk McTominays hefur svo bara stækkað síðustu árin. Hann er kannski smástirni í hópi allra ofurstjarnanna hjá United en hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu, óþreytandi, áreiðanlegur og frábær liðsmaður. Hann er kannski ekki afgerandi góður í neinu en fínn í flestu og er ekki ólíkur landa sínum, Darren Fletcher, sem reyndist United svo vel á árum áður. Styttist í EM McTominay stendur ekki bara í ströngu með United heldur er Evrópumótið handan við hornið þar sem Skotar verða meðal þátttökuliða. McTominay er fæddur á Englandi en á skoskan föður og eftir talsverðar vangaveltur valdi hann að spila fyrir skoska landsliðið. Alex McLeish, þáverandi landsliðsþjálfari Skotlands, gerði sér ferð á æfingasvæði United í hálfgerðu óveðri til að tala við McTominay á meðan Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sendi honum skilaboð. Seinna sagði McTominay að hann hafi alltaf ætlað að spila fyrir Skotland en áhugi McLeishs hefur varla skemmt fyrir. McTominay fagnar eftir að Skotar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu.getty/Srdjan Stevanovic McTominay hefur leikið nítján landsleiki fyrir Skotland. Í leikjunum mikilvægu í umspili um sæti á EM síðasta haust lék hann sem miðvörður og fórst það vel úr hendi. Skotar unnu Ísraela og Serba í EM-umspilinu eftir vítaspyrnukeppni. Í báðum vítakeppnunum tók McTominay þriðju spyrnu Skota og skoraði úr þeim. Skotar komust síðast á stórmót 1998 þegar McTominay var á öðru aldursári svo bið þeirra var orðin ansi löng. Ekki nóg með að Skotar hafi komist á EM heldur fara tveir af þremur leikjum þeirra í riðlakeppninni fram á Hampden Park í Glasgow. Þriðji leikurinn verður svo gegn Englendingum á Wembley. McTominay mætir þar væntanlega nokkrum af liðsfélögum sínum hjá United. Enski boltinn Skotland Tengdar fréttir McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld. 9. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Sjá meira
McTominay kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í bikarleik United og West Ham á Old Trafford í gær. Á sjöundu mínútu framlengingar skoraði hann eina mark leiksins. Hann rak þá smiðshöggið á góða skyndisókn heimamanna og skoraði með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Marcus Rashford. Super Scott McTominay #EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/ZG3w6Sjhyg— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 9, 2021 McTominay hefur nú skorað í síðustu þremur leikjum United sem hafa allir verið á heimavelli. Raunar hafa sex af sjö mörkum hans á tímabilinu komið á Old Trafford. Aðeins Bruno Fernandes og Rashford hafa skorað meira fyrir United í vetur en McTominay. „Hann var framherji og hann klárar færin sín með stæl. Honum líður vel í þessum stöðum og þrumaði boltanum í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn gegn West Ham í gær. Þótt McTominay hafi verið framherji á sínum yngri árum hefur hann ekki verið þekktur fyrir markaskorun síðan hann kom inn í aðallið United. Í vetur hefur hann hins vegar skorað jafn mörg mörk og hann hafði gert á ferli sínum með United fram að því. Scott McTominay has found his scoring touch Between 2016-17 and 2019-20: 7 goals in 8 4 appearances2020-21: 7 goals in 3 0 appearances pic.twitter.com/8CDr9E4dkG— Goal (@goal) February 10, 2021 McTominay er uppalinn hjá United og lék sína fyrstu leiki með aðalliði félagsins tímabilið 2016-17. Hann kom svo að alvöru inn í aðalliðið á næsta tímabili þegar hann lék 23 leiki í öllum keppnum. José Mourinho, sem hefur ekki verið þekktur fyrir að gefa ungum leikmönnum mörg tækifæri á stjóraferlinum, virtist taka ástfóstri við Skotann óþreytandi þótt hann hafi stundum gagnrýnt hann opinberlega. Hlutverk McTominays hefur svo bara stækkað síðustu árin. Hann er kannski smástirni í hópi allra ofurstjarnanna hjá United en hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu, óþreytandi, áreiðanlegur og frábær liðsmaður. Hann er kannski ekki afgerandi góður í neinu en fínn í flestu og er ekki ólíkur landa sínum, Darren Fletcher, sem reyndist United svo vel á árum áður. Styttist í EM McTominay stendur ekki bara í ströngu með United heldur er Evrópumótið handan við hornið þar sem Skotar verða meðal þátttökuliða. McTominay er fæddur á Englandi en á skoskan föður og eftir talsverðar vangaveltur valdi hann að spila fyrir skoska landsliðið. Alex McLeish, þáverandi landsliðsþjálfari Skotlands, gerði sér ferð á æfingasvæði United í hálfgerðu óveðri til að tala við McTominay á meðan Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sendi honum skilaboð. Seinna sagði McTominay að hann hafi alltaf ætlað að spila fyrir Skotland en áhugi McLeishs hefur varla skemmt fyrir. McTominay fagnar eftir að Skotar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu.getty/Srdjan Stevanovic McTominay hefur leikið nítján landsleiki fyrir Skotland. Í leikjunum mikilvægu í umspili um sæti á EM síðasta haust lék hann sem miðvörður og fórst það vel úr hendi. Skotar unnu Ísraela og Serba í EM-umspilinu eftir vítaspyrnukeppni. Í báðum vítakeppnunum tók McTominay þriðju spyrnu Skota og skoraði úr þeim. Skotar komust síðast á stórmót 1998 þegar McTominay var á öðru aldursári svo bið þeirra var orðin ansi löng. Ekki nóg með að Skotar hafi komist á EM heldur fara tveir af þremur leikjum þeirra í riðlakeppninni fram á Hampden Park í Glasgow. Þriðji leikurinn verður svo gegn Englendingum á Wembley. McTominay mætir þar væntanlega nokkrum af liðsfélögum sínum hjá United.
Enski boltinn Skotland Tengdar fréttir McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld. 9. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Sjá meira
McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld. 9. febrúar 2021 22:05
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn