Skoski þjarkurinn sem hefur fundið sinn innri framherja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2021 14:31 Scott McTominay fagnar marki sínu gegn West Ham í gær. getty/Matthew Peters Manchester United getur þakkað Scott McTominay fyrir að liðið sé komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Á undanförnum vikum hefur skoski miðjumaðurinn sýnt á sér nýja hlið og er byrjaður að raða inn mörkum. McTominay kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í bikarleik United og West Ham á Old Trafford í gær. Á sjöundu mínútu framlengingar skoraði hann eina mark leiksins. Hann rak þá smiðshöggið á góða skyndisókn heimamanna og skoraði með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Marcus Rashford. Super Scott McTominay #EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/ZG3w6Sjhyg— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 9, 2021 McTominay hefur nú skorað í síðustu þremur leikjum United sem hafa allir verið á heimavelli. Raunar hafa sex af sjö mörkum hans á tímabilinu komið á Old Trafford. Aðeins Bruno Fernandes og Rashford hafa skorað meira fyrir United í vetur en McTominay. „Hann var framherji og hann klárar færin sín með stæl. Honum líður vel í þessum stöðum og þrumaði boltanum í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn gegn West Ham í gær. Þótt McTominay hafi verið framherji á sínum yngri árum hefur hann ekki verið þekktur fyrir markaskorun síðan hann kom inn í aðallið United. Í vetur hefur hann hins vegar skorað jafn mörg mörk og hann hafði gert á ferli sínum með United fram að því. Scott McTominay has found his scoring touch Between 2016-17 and 2019-20: 7 goals in 8 4 appearances2020-21: 7 goals in 3 0 appearances pic.twitter.com/8CDr9E4dkG— Goal (@goal) February 10, 2021 McTominay er uppalinn hjá United og lék sína fyrstu leiki með aðalliði félagsins tímabilið 2016-17. Hann kom svo að alvöru inn í aðalliðið á næsta tímabili þegar hann lék 23 leiki í öllum keppnum. José Mourinho, sem hefur ekki verið þekktur fyrir að gefa ungum leikmönnum mörg tækifæri á stjóraferlinum, virtist taka ástfóstri við Skotann óþreytandi þótt hann hafi stundum gagnrýnt hann opinberlega. Hlutverk McTominays hefur svo bara stækkað síðustu árin. Hann er kannski smástirni í hópi allra ofurstjarnanna hjá United en hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu, óþreytandi, áreiðanlegur og frábær liðsmaður. Hann er kannski ekki afgerandi góður í neinu en fínn í flestu og er ekki ólíkur landa sínum, Darren Fletcher, sem reyndist United svo vel á árum áður. Styttist í EM McTominay stendur ekki bara í ströngu með United heldur er Evrópumótið handan við hornið þar sem Skotar verða meðal þátttökuliða. McTominay er fæddur á Englandi en á skoskan föður og eftir talsverðar vangaveltur valdi hann að spila fyrir skoska landsliðið. Alex McLeish, þáverandi landsliðsþjálfari Skotlands, gerði sér ferð á æfingasvæði United í hálfgerðu óveðri til að tala við McTominay á meðan Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sendi honum skilaboð. Seinna sagði McTominay að hann hafi alltaf ætlað að spila fyrir Skotland en áhugi McLeishs hefur varla skemmt fyrir. McTominay fagnar eftir að Skotar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu.getty/Srdjan Stevanovic McTominay hefur leikið nítján landsleiki fyrir Skotland. Í leikjunum mikilvægu í umspili um sæti á EM síðasta haust lék hann sem miðvörður og fórst það vel úr hendi. Skotar unnu Ísraela og Serba í EM-umspilinu eftir vítaspyrnukeppni. Í báðum vítakeppnunum tók McTominay þriðju spyrnu Skota og skoraði úr þeim. Skotar komust síðast á stórmót 1998 þegar McTominay var á öðru aldursári svo bið þeirra var orðin ansi löng. Ekki nóg með að Skotar hafi komist á EM heldur fara tveir af þremur leikjum þeirra í riðlakeppninni fram á Hampden Park í Glasgow. Þriðji leikurinn verður svo gegn Englendingum á Wembley. McTominay mætir þar væntanlega nokkrum af liðsfélögum sínum hjá United. Enski boltinn Skotland Tengdar fréttir McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld. 9. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
McTominay kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í bikarleik United og West Ham á Old Trafford í gær. Á sjöundu mínútu framlengingar skoraði hann eina mark leiksins. Hann rak þá smiðshöggið á góða skyndisókn heimamanna og skoraði með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Marcus Rashford. Super Scott McTominay #EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/ZG3w6Sjhyg— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 9, 2021 McTominay hefur nú skorað í síðustu þremur leikjum United sem hafa allir verið á heimavelli. Raunar hafa sex af sjö mörkum hans á tímabilinu komið á Old Trafford. Aðeins Bruno Fernandes og Rashford hafa skorað meira fyrir United í vetur en McTominay. „Hann var framherji og hann klárar færin sín með stæl. Honum líður vel í þessum stöðum og þrumaði boltanum í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn gegn West Ham í gær. Þótt McTominay hafi verið framherji á sínum yngri árum hefur hann ekki verið þekktur fyrir markaskorun síðan hann kom inn í aðallið United. Í vetur hefur hann hins vegar skorað jafn mörg mörk og hann hafði gert á ferli sínum með United fram að því. Scott McTominay has found his scoring touch Between 2016-17 and 2019-20: 7 goals in 8 4 appearances2020-21: 7 goals in 3 0 appearances pic.twitter.com/8CDr9E4dkG— Goal (@goal) February 10, 2021 McTominay er uppalinn hjá United og lék sína fyrstu leiki með aðalliði félagsins tímabilið 2016-17. Hann kom svo að alvöru inn í aðalliðið á næsta tímabili þegar hann lék 23 leiki í öllum keppnum. José Mourinho, sem hefur ekki verið þekktur fyrir að gefa ungum leikmönnum mörg tækifæri á stjóraferlinum, virtist taka ástfóstri við Skotann óþreytandi þótt hann hafi stundum gagnrýnt hann opinberlega. Hlutverk McTominays hefur svo bara stækkað síðustu árin. Hann er kannski smástirni í hópi allra ofurstjarnanna hjá United en hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu, óþreytandi, áreiðanlegur og frábær liðsmaður. Hann er kannski ekki afgerandi góður í neinu en fínn í flestu og er ekki ólíkur landa sínum, Darren Fletcher, sem reyndist United svo vel á árum áður. Styttist í EM McTominay stendur ekki bara í ströngu með United heldur er Evrópumótið handan við hornið þar sem Skotar verða meðal þátttökuliða. McTominay er fæddur á Englandi en á skoskan föður og eftir talsverðar vangaveltur valdi hann að spila fyrir skoska landsliðið. Alex McLeish, þáverandi landsliðsþjálfari Skotlands, gerði sér ferð á æfingasvæði United í hálfgerðu óveðri til að tala við McTominay á meðan Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sendi honum skilaboð. Seinna sagði McTominay að hann hafi alltaf ætlað að spila fyrir Skotland en áhugi McLeishs hefur varla skemmt fyrir. McTominay fagnar eftir að Skotar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu.getty/Srdjan Stevanovic McTominay hefur leikið nítján landsleiki fyrir Skotland. Í leikjunum mikilvægu í umspili um sæti á EM síðasta haust lék hann sem miðvörður og fórst það vel úr hendi. Skotar unnu Ísraela og Serba í EM-umspilinu eftir vítaspyrnukeppni. Í báðum vítakeppnunum tók McTominay þriðju spyrnu Skota og skoraði úr þeim. Skotar komust síðast á stórmót 1998 þegar McTominay var á öðru aldursári svo bið þeirra var orðin ansi löng. Ekki nóg með að Skotar hafi komist á EM heldur fara tveir af þremur leikjum þeirra í riðlakeppninni fram á Hampden Park í Glasgow. Þriðji leikurinn verður svo gegn Englendingum á Wembley. McTominay mætir þar væntanlega nokkrum af liðsfélögum sínum hjá United.
Enski boltinn Skotland Tengdar fréttir McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld. 9. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld. 9. febrúar 2021 22:05