ESPN fjallar um mögulega framtíð Arons í Póllandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 10:31 Aron Jóhannsson komst í gang með Hammarby seinni hluta tímabilsins og var með tólf mörk í síðustu fimmtán leikjunum. Getty/Nils Petter Nilsson Bandaríkjamenn eru ekki hættir að fylgjast með framherjanum Aroni Jóhannssyni sem er að leita sér að nýju félagi. Aron Jóhannsson er í samningaviðræðum við pólska knattspyrnufélagið Lech Poznan og þær eru langt komnar samkvæmt heimildum ESPN. Bandaríski íþróttamiðillinn segir að samningaviðræðurnar séu komnar á næsta stig en Aron hefur verið að leita sér að nýju liði eftir að samningur hans við sænska liðið Hammarby rann út í árslok. ESPN sýnir Aroni áhuga enda bandarískur landsliðsmaður þó að það sé langt um liðið síðan að hann komst síðast í landsliðið. Can confirm that #usmnt forward Aron Johannsson is in talks with Polish Ekstraklasa side Lech Poznan (h/t @BrianSciaretta): https://t.co/dc3znjuvUl— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 9, 2021 Aron talaði um það í nóvember síðastliðnum að hann væri að reyna að finna sér lið í bandarísku eða þýsku deildinni en ekkert hefur orðið að því. Ferill Arons að undanförnu hefur verið að taka við sér eftir meiðslahrjáð ár á undan en hann skaust upp á stjörnuhimininn eftir árin hjá AGF og AZ Alkmaar sem skiluðu honum í bandaríska landsliðið og inn á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 12 mörk í 22 leikjum í sænsku deildinni á síðasta ári en það tók hann tíma að hitna. Aron skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í fjórtándu umferð og var síðan með tólf mörk í síðustu fimmtán leikjum sínum. Nú lítur út fyrir að framtíð hans sem knattspyrnumanns sé í Póllandi. Lech Poznan er eins og er í tíunda sætinu í pólsku deildinni, fimmtán stigum á eftir toppliði Pogon Szczecin. Lech Poznan sló Aron og félaga í Hammarby út úr Evrópudeildinni síðasta haust en tókst ekki að komast upp úr riðlakeppninni og því eru engir Evrópuleikir framundan hjá liðinu. Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Aron Jóhannsson er í samningaviðræðum við pólska knattspyrnufélagið Lech Poznan og þær eru langt komnar samkvæmt heimildum ESPN. Bandaríski íþróttamiðillinn segir að samningaviðræðurnar séu komnar á næsta stig en Aron hefur verið að leita sér að nýju liði eftir að samningur hans við sænska liðið Hammarby rann út í árslok. ESPN sýnir Aroni áhuga enda bandarískur landsliðsmaður þó að það sé langt um liðið síðan að hann komst síðast í landsliðið. Can confirm that #usmnt forward Aron Johannsson is in talks with Polish Ekstraklasa side Lech Poznan (h/t @BrianSciaretta): https://t.co/dc3znjuvUl— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 9, 2021 Aron talaði um það í nóvember síðastliðnum að hann væri að reyna að finna sér lið í bandarísku eða þýsku deildinni en ekkert hefur orðið að því. Ferill Arons að undanförnu hefur verið að taka við sér eftir meiðslahrjáð ár á undan en hann skaust upp á stjörnuhimininn eftir árin hjá AGF og AZ Alkmaar sem skiluðu honum í bandaríska landsliðið og inn á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 12 mörk í 22 leikjum í sænsku deildinni á síðasta ári en það tók hann tíma að hitna. Aron skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í fjórtándu umferð og var síðan með tólf mörk í síðustu fimmtán leikjum sínum. Nú lítur út fyrir að framtíð hans sem knattspyrnumanns sé í Póllandi. Lech Poznan er eins og er í tíunda sætinu í pólsku deildinni, fimmtán stigum á eftir toppliði Pogon Szczecin. Lech Poznan sló Aron og félaga í Hammarby út úr Evrópudeildinni síðasta haust en tókst ekki að komast upp úr riðlakeppninni og því eru engir Evrópuleikir framundan hjá liðinu.
Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira