ESPN fjallar um mögulega framtíð Arons í Póllandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 10:31 Aron Jóhannsson komst í gang með Hammarby seinni hluta tímabilsins og var með tólf mörk í síðustu fimmtán leikjunum. Getty/Nils Petter Nilsson Bandaríkjamenn eru ekki hættir að fylgjast með framherjanum Aroni Jóhannssyni sem er að leita sér að nýju félagi. Aron Jóhannsson er í samningaviðræðum við pólska knattspyrnufélagið Lech Poznan og þær eru langt komnar samkvæmt heimildum ESPN. Bandaríski íþróttamiðillinn segir að samningaviðræðurnar séu komnar á næsta stig en Aron hefur verið að leita sér að nýju liði eftir að samningur hans við sænska liðið Hammarby rann út í árslok. ESPN sýnir Aroni áhuga enda bandarískur landsliðsmaður þó að það sé langt um liðið síðan að hann komst síðast í landsliðið. Can confirm that #usmnt forward Aron Johannsson is in talks with Polish Ekstraklasa side Lech Poznan (h/t @BrianSciaretta): https://t.co/dc3znjuvUl— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 9, 2021 Aron talaði um það í nóvember síðastliðnum að hann væri að reyna að finna sér lið í bandarísku eða þýsku deildinni en ekkert hefur orðið að því. Ferill Arons að undanförnu hefur verið að taka við sér eftir meiðslahrjáð ár á undan en hann skaust upp á stjörnuhimininn eftir árin hjá AGF og AZ Alkmaar sem skiluðu honum í bandaríska landsliðið og inn á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 12 mörk í 22 leikjum í sænsku deildinni á síðasta ári en það tók hann tíma að hitna. Aron skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í fjórtándu umferð og var síðan með tólf mörk í síðustu fimmtán leikjum sínum. Nú lítur út fyrir að framtíð hans sem knattspyrnumanns sé í Póllandi. Lech Poznan er eins og er í tíunda sætinu í pólsku deildinni, fimmtán stigum á eftir toppliði Pogon Szczecin. Lech Poznan sló Aron og félaga í Hammarby út úr Evrópudeildinni síðasta haust en tókst ekki að komast upp úr riðlakeppninni og því eru engir Evrópuleikir framundan hjá liðinu. Fótbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Sjá meira
Aron Jóhannsson er í samningaviðræðum við pólska knattspyrnufélagið Lech Poznan og þær eru langt komnar samkvæmt heimildum ESPN. Bandaríski íþróttamiðillinn segir að samningaviðræðurnar séu komnar á næsta stig en Aron hefur verið að leita sér að nýju liði eftir að samningur hans við sænska liðið Hammarby rann út í árslok. ESPN sýnir Aroni áhuga enda bandarískur landsliðsmaður þó að það sé langt um liðið síðan að hann komst síðast í landsliðið. Can confirm that #usmnt forward Aron Johannsson is in talks with Polish Ekstraklasa side Lech Poznan (h/t @BrianSciaretta): https://t.co/dc3znjuvUl— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 9, 2021 Aron talaði um það í nóvember síðastliðnum að hann væri að reyna að finna sér lið í bandarísku eða þýsku deildinni en ekkert hefur orðið að því. Ferill Arons að undanförnu hefur verið að taka við sér eftir meiðslahrjáð ár á undan en hann skaust upp á stjörnuhimininn eftir árin hjá AGF og AZ Alkmaar sem skiluðu honum í bandaríska landsliðið og inn á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 12 mörk í 22 leikjum í sænsku deildinni á síðasta ári en það tók hann tíma að hitna. Aron skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í fjórtándu umferð og var síðan með tólf mörk í síðustu fimmtán leikjum sínum. Nú lítur út fyrir að framtíð hans sem knattspyrnumanns sé í Póllandi. Lech Poznan er eins og er í tíunda sætinu í pólsku deildinni, fimmtán stigum á eftir toppliði Pogon Szczecin. Lech Poznan sló Aron og félaga í Hammarby út úr Evrópudeildinni síðasta haust en tókst ekki að komast upp úr riðlakeppninni og því eru engir Evrópuleikir framundan hjá liðinu.
Fótbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Sjá meira