„Við þurftum á góðum úrslitum að halda eftir Everton leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2021 22:35 Ole var sáttur með sigurinn en fannst að sínir menn hefðu átt að klára leikinn fyrr í kvöld. Matthew Peters/Getty Images Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir leikinn gegn Everton á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir að hafa misst leikinn gegn Everton niður í jafntefli á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. „Mér fannst við stjórna leiknum. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik varð þetta meiri leikur. Þegar staðan er markalaus og við erum ekki að nýta færin okkar getur allt gerst. Við vissum það eftir leikinn gegn Everton. Þetta snýst um að klára leiki en við erum komnir áfram. Við erum í drættinum og það er allt sem við vildum,“ sagði Ole við BBC eftir leik. „Ég held að við höfum átt rúmlega fimmtán skot á endanum en við þurfum að nýta færin betur. Við hefðum átt að klára leikinn fyrr og helst í venjulegum leiktíma en stundum gengur það ekki eftir.“ „Við þurftum á góðum úrslitum að halda og þessari góðu tilfinningu vegna þess að við vorum langt niðri eftir Everton leikinn. Það var erfitt að taka því en strákarnir voru einbeittir í kvöld og náðu að vinna leikinn.“ „Auðvitað viltu vinna alla leiki. Við viljum berjast um titla og við viljum fara í úrslitaleiki, það er það sem hlutirnir snúast um hjá Manchester United. Stundum ertu heppinn með drátt í bikar – við höfum ekki verið það heppnir – en augljóslega erum við skrefi nær því að komast í úrslit.“ „Scott McTominay var framherji hér áður fyrr og kann að klára færi. Þú sérð að það er ekkert nýtt fyrir honum að vera í þessum stöðum á vellinum, hann neglir boltanum bara í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum eftir 1-0 sigur Man United á West Ham þökk sé marki McTominay í framlengingu. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir að hafa misst leikinn gegn Everton niður í jafntefli á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik. „Mér fannst við stjórna leiknum. Við vorum með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik varð þetta meiri leikur. Þegar staðan er markalaus og við erum ekki að nýta færin okkar getur allt gerst. Við vissum það eftir leikinn gegn Everton. Þetta snýst um að klára leiki en við erum komnir áfram. Við erum í drættinum og það er allt sem við vildum,“ sagði Ole við BBC eftir leik. „Ég held að við höfum átt rúmlega fimmtán skot á endanum en við þurfum að nýta færin betur. Við hefðum átt að klára leikinn fyrr og helst í venjulegum leiktíma en stundum gengur það ekki eftir.“ „Við þurftum á góðum úrslitum að halda og þessari góðu tilfinningu vegna þess að við vorum langt niðri eftir Everton leikinn. Það var erfitt að taka því en strákarnir voru einbeittir í kvöld og náðu að vinna leikinn.“ „Auðvitað viltu vinna alla leiki. Við viljum berjast um titla og við viljum fara í úrslitaleiki, það er það sem hlutirnir snúast um hjá Manchester United. Stundum ertu heppinn með drátt í bikar – við höfum ekki verið það heppnir – en augljóslega erum við skrefi nær því að komast í úrslit.“ „Scott McTominay var framherji hér áður fyrr og kann að klára færi. Þú sérð að það er ekkert nýtt fyrir honum að vera í þessum stöðum á vellinum, hann neglir boltanum bara í netið,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum eftir 1-0 sigur Man United á West Ham þökk sé marki McTominay í framlengingu. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira