Innlent

Eldur kom upp í sorpbíl við Eimskip

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Sundahöfn þar sem kviknaði í sorpbílnum.
Frá Sundahöfn þar sem kviknaði í sorpbílnum. Vísir/Egill

Eldur kom upp í sorpi í sorpbíl við húsnæði Eimskipa við Sundahöfn í morgun. Útkallið er minniháttar og slökkvilið vinnur nú að því að slökkva.

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við Vísi að eldurinn hafi ekki komið upp af ásetningi. Oft „malli“ eitthvað í sorpinu sem fuðri upp þegar það byrji að hreyfast. 

Slökkviliðsmenn hafi sturtað sorpinu úr bílnum og vinni að því að slökkva í því. Talsverðan reyk lagði upp frá svæðinu í morgun en tekist hafði að ráða niðurlögum hans nú seint á ellefta tímanum.

Reyk lagði upp af svæðinu í morgun.Vísir/Egill
Vísir/Egill


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×