Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 06:47 Donald Trump sést hér yfirgefa Hvíta húsið þann 20. janúar síðastliðinn. Hann fór til Flórída og var ekki viðstaddur embættistöku Joes Biden. Getty/Michael Reaves Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Um miðjan janúar samþykkti fulltrúadeild bandaríska þingsins að ákæra Trump vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Er Trump ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki hans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Demókratar halda því fram að þeir hafi nóg af sönnunum fyrir sekt forsetans fyrrverandi en verjendur Trumps halda því fram að fólkið sem ruddist inn í þinghúsið hafi gert það að eigin frumkvæði. Þá segja verjendurnir réttarhöldin fáránleg og ekki í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna en að því er segir í frétt BBC verður tekist á um það í dag hvort réttarhöldin eigi sér stoð í lögum. Verjendurnir sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarhöldin væru ekki í samræmi við stjórnarskrána þar sem Trump væri ekki lengur í embætti heldur væri nú almennur borgari. Ákærendurnir níu, allt þingmenn Demókrata úr fulltrúadeild sem flytja málið, mótmæla þessu og segja að það eigi að draga Trump til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði sem forseti. Verjendur og ákærendur munu hvor um sig fá fjóra klukkutíma til þess að fara yfir hvort ákæran standist stjórnarskrá. Við lok dags verða síðan greidd atkvæði um hvort halda skuli áfram með málið fyrir öldungadeildinni. Verði Trump fundinn sekur verður honum meinað að bjóða sig fram í opinbert embætti á ný. Tveir þriðju hinna hundrað öldungadeildarþingmanna þurfa hins vegar að finna hann sekan; fimmtíu þingmenn eru Demókratar en talið er afar ólíklegt að nægilega margir Repúblikanar samþykki að dæma Trump til þess að hann verði fundinn sekur. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem ákærður hefur verið tvisvar fyrir brot í embætti. Hann var áður ákærður fyrir embættisbrot í lok árs 2019 eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden. Biden var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira
Um miðjan janúar samþykkti fulltrúadeild bandaríska þingsins að ákæra Trump vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Er Trump ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki hans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Demókratar halda því fram að þeir hafi nóg af sönnunum fyrir sekt forsetans fyrrverandi en verjendur Trumps halda því fram að fólkið sem ruddist inn í þinghúsið hafi gert það að eigin frumkvæði. Þá segja verjendurnir réttarhöldin fáránleg og ekki í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna en að því er segir í frétt BBC verður tekist á um það í dag hvort réttarhöldin eigi sér stoð í lögum. Verjendurnir sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarhöldin væru ekki í samræmi við stjórnarskrána þar sem Trump væri ekki lengur í embætti heldur væri nú almennur borgari. Ákærendurnir níu, allt þingmenn Demókrata úr fulltrúadeild sem flytja málið, mótmæla þessu og segja að það eigi að draga Trump til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði sem forseti. Verjendur og ákærendur munu hvor um sig fá fjóra klukkutíma til þess að fara yfir hvort ákæran standist stjórnarskrá. Við lok dags verða síðan greidd atkvæði um hvort halda skuli áfram með málið fyrir öldungadeildinni. Verði Trump fundinn sekur verður honum meinað að bjóða sig fram í opinbert embætti á ný. Tveir þriðju hinna hundrað öldungadeildarþingmanna þurfa hins vegar að finna hann sekan; fimmtíu þingmenn eru Demókratar en talið er afar ólíklegt að nægilega margir Repúblikanar samþykki að dæma Trump til þess að hann verði fundinn sekur. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem ákærður hefur verið tvisvar fyrir brot í embætti. Hann var áður ákærður fyrir embættisbrot í lok árs 2019 eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden. Biden var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira