Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 06:47 Donald Trump sést hér yfirgefa Hvíta húsið þann 20. janúar síðastliðinn. Hann fór til Flórída og var ekki viðstaddur embættistöku Joes Biden. Getty/Michael Reaves Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Um miðjan janúar samþykkti fulltrúadeild bandaríska þingsins að ákæra Trump vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Er Trump ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki hans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Demókratar halda því fram að þeir hafi nóg af sönnunum fyrir sekt forsetans fyrrverandi en verjendur Trumps halda því fram að fólkið sem ruddist inn í þinghúsið hafi gert það að eigin frumkvæði. Þá segja verjendurnir réttarhöldin fáránleg og ekki í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna en að því er segir í frétt BBC verður tekist á um það í dag hvort réttarhöldin eigi sér stoð í lögum. Verjendurnir sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarhöldin væru ekki í samræmi við stjórnarskrána þar sem Trump væri ekki lengur í embætti heldur væri nú almennur borgari. Ákærendurnir níu, allt þingmenn Demókrata úr fulltrúadeild sem flytja málið, mótmæla þessu og segja að það eigi að draga Trump til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði sem forseti. Verjendur og ákærendur munu hvor um sig fá fjóra klukkutíma til þess að fara yfir hvort ákæran standist stjórnarskrá. Við lok dags verða síðan greidd atkvæði um hvort halda skuli áfram með málið fyrir öldungadeildinni. Verði Trump fundinn sekur verður honum meinað að bjóða sig fram í opinbert embætti á ný. Tveir þriðju hinna hundrað öldungadeildarþingmanna þurfa hins vegar að finna hann sekan; fimmtíu þingmenn eru Demókratar en talið er afar ólíklegt að nægilega margir Repúblikanar samþykki að dæma Trump til þess að hann verði fundinn sekur. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem ákærður hefur verið tvisvar fyrir brot í embætti. Hann var áður ákærður fyrir embættisbrot í lok árs 2019 eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden. Biden var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Um miðjan janúar samþykkti fulltrúadeild bandaríska þingsins að ákæra Trump vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Er Trump ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki hans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Demókratar halda því fram að þeir hafi nóg af sönnunum fyrir sekt forsetans fyrrverandi en verjendur Trumps halda því fram að fólkið sem ruddist inn í þinghúsið hafi gert það að eigin frumkvæði. Þá segja verjendurnir réttarhöldin fáránleg og ekki í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna en að því er segir í frétt BBC verður tekist á um það í dag hvort réttarhöldin eigi sér stoð í lögum. Verjendurnir sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarhöldin væru ekki í samræmi við stjórnarskrána þar sem Trump væri ekki lengur í embætti heldur væri nú almennur borgari. Ákærendurnir níu, allt þingmenn Demókrata úr fulltrúadeild sem flytja málið, mótmæla þessu og segja að það eigi að draga Trump til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði sem forseti. Verjendur og ákærendur munu hvor um sig fá fjóra klukkutíma til þess að fara yfir hvort ákæran standist stjórnarskrá. Við lok dags verða síðan greidd atkvæði um hvort halda skuli áfram með málið fyrir öldungadeildinni. Verði Trump fundinn sekur verður honum meinað að bjóða sig fram í opinbert embætti á ný. Tveir þriðju hinna hundrað öldungadeildarþingmanna þurfa hins vegar að finna hann sekan; fimmtíu þingmenn eru Demókratar en talið er afar ólíklegt að nægilega margir Repúblikanar samþykki að dæma Trump til þess að hann verði fundinn sekur. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem ákærður hefur verið tvisvar fyrir brot í embætti. Hann var áður ákærður fyrir embættisbrot í lok árs 2019 eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden. Biden var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira