Enski boltinn

Daily Mirror: Ramos vill til Man. United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramos er sagður yfirgefa herbúðir konungsfélagsins í sumar.
Ramos er sagður yfirgefa herbúðir konungsfélagsins í sumar. EPA-EFE/Jorge Zapata

Sergio Ramos, varnarmaðurinn og fyrirliði Real Madrid, rennur út af samningi í sumar og það lítur allt út fyrir að spænski varnarmaðurinn sé á leið frá félaginu.

Enska dagblaðið Daily Mirror greinir frá því að Ramos hafi áhuga að ganga í raðir Manchester United í sumar en langar samningaviðræður Ramos og Real hafa engu skilað.

Real vill að Ramos lækki sig í launum, nánar tiltekið um tíu prósent, og því er fyrirliðinn ekki hrifinn af. Hann hefur spilað hjá félaginu síðan 2005 og nú er útlit fyrir að hann yfirgefi félagið.

Ramos er sagður vilja um tvö hundruð þúsund pund á viku og það eru ekki mörg lið sem eru tilbúin að borga 34 ára Ramos þann launatékka. PSG og Manchester United hafa þó verið nefnd í því samhengi.

Ramos sjálfur er sagður hafa mestan áhuga á því að skipta til Englands og leika fyrir Manchester United. Umboðsmaður hans og föruneyti eru nú sagðir vinna hörðum höndum að þeim skiptum, segir í frétt Daily Mail.

Varnarmaðurinn hefur verið ansi sigursæll hjá Real Madrid. Hann hefur spilað 668 leiki fyrir félagið. Hann hefur skorað hundrað mörk og lagt upp fjörutíu önnur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×