Enski boltinn

Segir að Lampard væri enn í starfi ef Werner hefði staðið undir verð­miðanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Werner í sigrinum gegn Sheffield United í gærkvöldi. Hann lagði upp bæði mörk Chelsea.
Werner í sigrinum gegn Sheffield United í gærkvöldi. Hann lagði upp bæði mörk Chelsea. Oli Scarff/Getty

Greame Souness, stjóri Chelsea, segir að ef Timo Werner hefði gert það sem hann hefði verið keyptur til Chelsea til þess að gera - þá væri Frank Lampard enn stjóri Chelsea.

Þetta sagði Souness eftir að Werner lagði upp bæði mörk Chelsea í 2-1 sigrinum á Sheffield United í fyrrakvöld. Þetta var þriðji sigurinn í fjórum leikjum hjá Thomas Tuhel sem tók við Chelsea af Lampard.

Lampard var rekinn í síðasta mánuði en hann keypti Werner til félagsins í sumar. Verðmiðinn var 47,5 milljónir punda og Souness var ómyrkur í máli er hann ræddi um Werner á Sky Sports í gærkvöldi.

„Werner á enn eftir að sannfæra mig. Chelsea liðið er fullt af góðum leikmönnum með mikla tækni,“ sagði Souness í samtali við Sky Sports.

„Þeir komast á síðasta þriðjung vallarins svo oft og þeir munu spyrja sig hvað hann er að gera. Þeir þurfa meira frá honum. Við getum sagt það þannig að ef hann hefði gert sitt þá væri Frank enn í sínu starfi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×