Fyrrum fyrirliði Man Utd gagnrýnir hugarfar Liverpool liðsins Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. febrúar 2021 07:01 Roy Keane. vísir/Getty Roy Keane skilur ekkert í titilvörn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liverpool tapaði illa fyrir toppliði Manchester City á Anfield í gær og eru nú tíu stigum á eftir City auk þess sem lærisveinar Pep Guardiola eiga einn leik til góða. Keane var á meðal sérfræðinga í tengslum við stórleik gærdagsins og fór ekki fögrum orðum um meistarana í leikslok. „Þeir eru mikið í því að búa sér til afsakanir. Mér finnst þeir hafa verið vondir meistarar. Í mínum huga er alltaf það fyrsta sem þú hugsar þegar þú ert búinn að vinna deildina, hvernig getum við gert það aftur?“ segir Keane sem er einn sigursælasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Keane fór fyrir mögnuðu liði Manchester United um árabil og hampaði Englandsmeistaratitlinum sjö sinnum á sínum ferli. „Ég hef aldrei fundið þetta hugarfar hjá þessu Liverpool liði. Félagið var búið að bíða lengi eftir þessum titli en maður heyrir það ekki á leikmönnum liðsins að þeir vilji gera þetta aftur.“ „Nú eru þeir farnir að tala um að ná topp fjórum. Fólk er alltaf að segja mér að Liverpool sé stórt félag. Þeir lenda í áföllum en þau eru hluti af leiknum. Ég veit að Liverpool vantar tvo varnarmenn en þeir eru með sína bestu sóknarmenn á vellinum.“ „Þeir eru með markvörðinn sinn, þeir eru með landsliðsmenn á miðjunni og eftir leik fer Klopp að tala um kalda fætur hjá markverðinum. Afsakanir á afsakanir ofan. Ef þið haldið þessu áfram þá verða önnur 30 ár í að þið vinnið næsta titil,“ sagði Keane að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Man City steig stórt skref í átt að titlinum með því að gjörsigra Liverpool á Anfield Manchester City er komið í kjörstöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa gengið frá Englandsmeisturum Liverpool í stórleik dagsins á Anfield. 7. febrúar 2021 18:20 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Liverpool tapaði illa fyrir toppliði Manchester City á Anfield í gær og eru nú tíu stigum á eftir City auk þess sem lærisveinar Pep Guardiola eiga einn leik til góða. Keane var á meðal sérfræðinga í tengslum við stórleik gærdagsins og fór ekki fögrum orðum um meistarana í leikslok. „Þeir eru mikið í því að búa sér til afsakanir. Mér finnst þeir hafa verið vondir meistarar. Í mínum huga er alltaf það fyrsta sem þú hugsar þegar þú ert búinn að vinna deildina, hvernig getum við gert það aftur?“ segir Keane sem er einn sigursælasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Keane fór fyrir mögnuðu liði Manchester United um árabil og hampaði Englandsmeistaratitlinum sjö sinnum á sínum ferli. „Ég hef aldrei fundið þetta hugarfar hjá þessu Liverpool liði. Félagið var búið að bíða lengi eftir þessum titli en maður heyrir það ekki á leikmönnum liðsins að þeir vilji gera þetta aftur.“ „Nú eru þeir farnir að tala um að ná topp fjórum. Fólk er alltaf að segja mér að Liverpool sé stórt félag. Þeir lenda í áföllum en þau eru hluti af leiknum. Ég veit að Liverpool vantar tvo varnarmenn en þeir eru með sína bestu sóknarmenn á vellinum.“ „Þeir eru með markvörðinn sinn, þeir eru með landsliðsmenn á miðjunni og eftir leik fer Klopp að tala um kalda fætur hjá markverðinum. Afsakanir á afsakanir ofan. Ef þið haldið þessu áfram þá verða önnur 30 ár í að þið vinnið næsta titil,“ sagði Keane að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man City steig stórt skref í átt að titlinum með því að gjörsigra Liverpool á Anfield Manchester City er komið í kjörstöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa gengið frá Englandsmeisturum Liverpool í stórleik dagsins á Anfield. 7. febrúar 2021 18:20 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Man City steig stórt skref í átt að titlinum með því að gjörsigra Liverpool á Anfield Manchester City er komið í kjörstöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa gengið frá Englandsmeisturum Liverpool í stórleik dagsins á Anfield. 7. febrúar 2021 18:20