Enski boltinn

Klopp: Erfitt að útskýra þessi úrslit

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Klopp á hliðarlínunni í dag.
Klopp á hliðarlínunni í dag. vísir/Getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kveðst ekki óánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir að hafa steinlegið fyrir Manchester City í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Markalaust var í leikhléi en topplið Man City gekk frá leiknum á síðasta stundarfjórðungnum.

„Það sem ég sá var mjög góður leikur og stór mistök. Þegar þú gerir svona mistök er mjög líklegt að þú fáir á þig mörk, sama í hvaða leik það er. Ég held að allir geti verið sammála um að fyrri hálfleikur var mjög góður leikur. Tvö lið sem voru að reyna að skapa vandræði fyrir hvort annað,“ segir Klopp.

„Þeir breyttu um leikkerfi í síðari hálfleik og við vorum ekki nógu hreyfanlegir á miðjunni. Þegar við skoruðum markið okkar var möguleiki á að leikurinn myndi snúast okkur í hag en þá gerir Alisson tvö stór mistök,“ segir Klopp.

„Mér fannst við fullir sjálfstrausts og ég er ánægður með spilamennskuna okkar. Það er mjög erfitt að útskýra að við höfum tapað 4-1. Við getum tekið margt með okkur úr þessum leik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×