Guardiola reiknar með að Liverpool spili sinn besta leik á tímabilinu í dag Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. febrúar 2021 08:01 Hvor mun hafa betur í dag? vísir/Getty Tvö bestu lið síðustu tveggja leiktíða mætast í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að hleypa toppliði Manchester City ekki í yfirburðarstöðu á toppi deildarinnar. Pep Guardiola, stjóri Man City, iðaði í skinninu þegar hann var spurður út í undirbúning síns liðs fyrir leikinn á blaðamannafundi í gær. „Ég er ekki hræddur. Mér gæti ekki verið meira sama um hver andstæðingurinn er. Við hræðumst engan.“ „Ég held að það sama gildi um þá. Allir knattspyrnustjórar og öll lið trúa því að þau geti unnið hvern sem er,“ sagði Guardiola. Margir telja að Man City eigi deildarmeistaratitilinn vísan en liðsmenn Guardiola hafa verið afar sannfærandi upp á síðkastið. „Það sem á allan minn hug er að við náum að halda áfram að bæta okkur og bæta okkar leik. Og að sjálfsögðu líka að halda áfram að ná úrslitum. Ef við spilum illa og andstæðingurinn gerir betur munum við óska þeim til hamingju,“ segir Guardiola. Liverpool og Man City hafa skipt með sér tveimur efstu sætunum síðustu tvær leiktíðir en eins og staðan er í dag eru Man Utd og Leicester á milli Man City (1.sæti) og Liverpool (4.sæti). Takist Liverpool að leggja Man City að velli í dag er útlit fyrir æsispennandi baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Guardiola gerir sér grein fyrir því að það sé allt undir hjá Liverpool. „Við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þá. Þeir eru meistararnir. Þeir munu verða besta útgáfan af sjálfum sér. Þeir munu verða agressívir og þeir munu gera allt til að vinna. Ég efast ekki um það.“ „Þeir verða hungraðri í sigur en nokkru sinni fyrr og við þurfum að vera vel undirbúnir. Við þurfum að vera tilbúnir, ná upp okkar leik og hafa hugrekki til að vinna leikinn,“ segir Guardiola. Fylgst verður með hverju skrefi á Anfield í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að hleypa toppliði Manchester City ekki í yfirburðarstöðu á toppi deildarinnar. Pep Guardiola, stjóri Man City, iðaði í skinninu þegar hann var spurður út í undirbúning síns liðs fyrir leikinn á blaðamannafundi í gær. „Ég er ekki hræddur. Mér gæti ekki verið meira sama um hver andstæðingurinn er. Við hræðumst engan.“ „Ég held að það sama gildi um þá. Allir knattspyrnustjórar og öll lið trúa því að þau geti unnið hvern sem er,“ sagði Guardiola. Margir telja að Man City eigi deildarmeistaratitilinn vísan en liðsmenn Guardiola hafa verið afar sannfærandi upp á síðkastið. „Það sem á allan minn hug er að við náum að halda áfram að bæta okkur og bæta okkar leik. Og að sjálfsögðu líka að halda áfram að ná úrslitum. Ef við spilum illa og andstæðingurinn gerir betur munum við óska þeim til hamingju,“ segir Guardiola. Liverpool og Man City hafa skipt með sér tveimur efstu sætunum síðustu tvær leiktíðir en eins og staðan er í dag eru Man Utd og Leicester á milli Man City (1.sæti) og Liverpool (4.sæti). Takist Liverpool að leggja Man City að velli í dag er útlit fyrir æsispennandi baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Guardiola gerir sér grein fyrir því að það sé allt undir hjá Liverpool. „Við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þá. Þeir eru meistararnir. Þeir munu verða besta útgáfan af sjálfum sér. Þeir munu verða agressívir og þeir munu gera allt til að vinna. Ég efast ekki um það.“ „Þeir verða hungraðri í sigur en nokkru sinni fyrr og við þurfum að vera vel undirbúnir. Við þurfum að vera tilbúnir, ná upp okkar leik og hafa hugrekki til að vinna leikinn,“ segir Guardiola. Fylgst verður með hverju skrefi á Anfield í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira