Draumastarfið: Fær borgað fyrir að horfa á fótbolta heima hjá sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 11:01 Ungur drengur að horfa á fótbolta en myndin tengist fréttinni þó ekkert. Getty/Mark Trowbridge Sautján ára strákur frá Indlandi vinnur ansi áhugaverða fjarvinnu og talar sjálfur um að vera í algjör draumastarfi. Draumastörf fólks eru auðvitað mismunandi og fara eftir smekk og metnaði hvers og eins. Einn ungur maður frá Bangalore í Indlandi er einn af þessu heppna fólki sem telur sig hafa fundið draumastarfið sitt. Það eru líka örugglega einhverjir sem öfunda hann. Við erum tala um hinn sautján ára gamla Ashwin Raman sem hefur verið í fjarvinnu hjá skoska úrvalsdeildarfélaginu Dundee United. Raman hefur unnið fyrir Dundee United frá árinu 2019 en á þeim tíma hefur liðið unnið sér aftur sæti meðal þeirra bestu. Aged 17 and getting paid to watch football all day https://t.co/PV8Wpf84CH— BBC News (UK) (@BBCNews) February 4, 2021 Ashwin Raman ræddi starfið sitt í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Ég er enn að klípa sjálfan mig því ég trúi þessu eiginlega ekki enn,“ sagði Ashwin Raman við BBC. Raman var duglegur að lesa fótboltabækur og heillaðist algjörlega af íþróttinni. Stevie Grieve, yfirnjósnari Dundee United, hafði samband við hann í gegnum Twitter og sóttist eftir aðstoð hans. „Á þrettán ára afmælisdeginum mínum þá byrjaði ég að blogga og skrifaði nokkrar skelfilegar greinar á þeim árum. Stevie Grieve sendi mér skilaboð og spurði hvort ég vildi starf hjá félaginu,“ sagði Raman. "I'm still pinching myself. And I still can't quite believe it. Aged 17 and getting paid to watch football all day. The dream job! https://t.co/3PrgBf0A2l— SPORTbible (@sportbible) February 5, 2021 Starf Raman er að finna nýja leikmenn fyrir Dundee United og hann eyðir mörgum klukkutímum í að horfa á myndbönd með ákveðnum leikmanni áður en hann sendir sína skýrslu. „Ég fæ borgað fyrir að vinna fyrir fótboltafélag og hafa áhrif. Ef við eigum möguleika á að ná í leikmann þá eyði ég mörgum klukkutímum í að skoða hann,“ sagði Raman. Ashwin Raman viðurkennir þó að hann hafi ekki verið að vinna mikið undanfarið enda á fullu í prófum í skólanum. Hann er náttúrulega enn bara sautján ára gamall. Fótbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira
Draumastörf fólks eru auðvitað mismunandi og fara eftir smekk og metnaði hvers og eins. Einn ungur maður frá Bangalore í Indlandi er einn af þessu heppna fólki sem telur sig hafa fundið draumastarfið sitt. Það eru líka örugglega einhverjir sem öfunda hann. Við erum tala um hinn sautján ára gamla Ashwin Raman sem hefur verið í fjarvinnu hjá skoska úrvalsdeildarfélaginu Dundee United. Raman hefur unnið fyrir Dundee United frá árinu 2019 en á þeim tíma hefur liðið unnið sér aftur sæti meðal þeirra bestu. Aged 17 and getting paid to watch football all day https://t.co/PV8Wpf84CH— BBC News (UK) (@BBCNews) February 4, 2021 Ashwin Raman ræddi starfið sitt í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Ég er enn að klípa sjálfan mig því ég trúi þessu eiginlega ekki enn,“ sagði Ashwin Raman við BBC. Raman var duglegur að lesa fótboltabækur og heillaðist algjörlega af íþróttinni. Stevie Grieve, yfirnjósnari Dundee United, hafði samband við hann í gegnum Twitter og sóttist eftir aðstoð hans. „Á þrettán ára afmælisdeginum mínum þá byrjaði ég að blogga og skrifaði nokkrar skelfilegar greinar á þeim árum. Stevie Grieve sendi mér skilaboð og spurði hvort ég vildi starf hjá félaginu,“ sagði Raman. "I'm still pinching myself. And I still can't quite believe it. Aged 17 and getting paid to watch football all day. The dream job! https://t.co/3PrgBf0A2l— SPORTbible (@sportbible) February 5, 2021 Starf Raman er að finna nýja leikmenn fyrir Dundee United og hann eyðir mörgum klukkutímum í að horfa á myndbönd með ákveðnum leikmanni áður en hann sendir sína skýrslu. „Ég fæ borgað fyrir að vinna fyrir fótboltafélag og hafa áhrif. Ef við eigum möguleika á að ná í leikmann þá eyði ég mörgum klukkutímum í að skoða hann,“ sagði Raman. Ashwin Raman viðurkennir þó að hann hafi ekki verið að vinna mikið undanfarið enda á fullu í prófum í skólanum. Hann er náttúrulega enn bara sautján ára gamall.
Fótbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira