Innlent

Bruni í kjallara hús­næðis Sjúkra­trygginga Ís­lands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessa mynd birti slökkviliðið á Facebook-síðu sinni í morgun.
Þessa mynd birti slökkviliðið á Facebook-síðu sinni í morgun. Slökkvliðið

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan hálftólf í gærkvöldi vegna elds sem kom upp í kjallara Vínlandsleiðar 16. Sjúkratryggingar Íslands eru þar til húsa auk tannlæknastofu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu barst tilkynning frá öryggisverði um að það væri mikill reykur í kjallararými hússins. Um er að ræða nokkurs konar tækni- og vélarými og voru allar stöðvar sendar á staðinn.

Þegar fyrsti bíll kom á vettvang var ljóst að nægilegt væri að hafa tvær stöðvar við vinnu á staðnum og sinntu þær því útkallinu.

Að sögn varðstjóra virðist sem kviknað hafi í einhvers konar tæknibúnaði sem brann niður. Af því varð smá bruni en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Töluverður reykur kom þó af brunanum og tók því smá tíma að reykræsta.

Þá virðast hafa orðið svolitlar skemmdir í rýminu þar sem eldurinn kom upp en hvorki eldurinn né reykurinn náðu að dreifa úr sér til annarra rýma í byggingunni. Slökkvistarf og reykræsting tók um tvo klukkutíma að sögn varðstjóra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.