Segist vera í besta starfi í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2021 23:31 Emma Hayes segist vera í besta starfi í heimi hjá kvennaliði Chelsea. Catherine Ivill/Getty Images Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea í knattspyrnu, segist vera í besta starfi í heimi og hafi því engan áhuga á að taka við Wimbledon sem leikur í ensku C-deildinni, karla megin. Wimbledon er í basli og rak nýverið þjálfara sinn, Glyn Hodges. Er nöfnum var kastað fram kom í ljós að Emma Hayes var eitt þeirra. Hefði hún tekið starfinu þá hefði hún orðið fyrsti kvenmaðurinn til að þjálfa lið í karlaboltanum á Englandi. „Ég vona innilega að Wimbledon finni rétta aðilann í starfið. Þetta með að félagið hafi ekki efni á mér hefur ekkert með ákvörðun mína að gera heldur einfaldlega þá staðreynd að ég er í besta starfi í heimi,“ sagði Hayes í gærkvöld eftir að Chelsea hafði unnið 6-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í enska deildarbikarnum. Vert er að taka fram að Dagný var ekki í leikmannahópi West Ham. Hayes tók einnig fram að karlafótbolti endurspegli ekki þann fjölbreytta veruleika sem við búum við. Þá tók hún fram að hún hefði engan áhuga á starfinu hjá Wimbledon þar sem hún væri ánægð í eigin starfi og liti á það sem skref niður á við. Undir það var tekið í grein The Athletic á dögunum þar sem farið var yfir magnaðan feril Hayes og að Chelsea-lið hennar væri enn án ósigurs eftir 12 umferðir í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að liðið ætti enn möguleika á að vinna fernuna. FA-bikarinn, deildarbikarinn og Meistaradeild Evrópu, sem og ensku úrvalsdeildina. One pundit said a move to League One AFC Wimbledon would be "a step on the ladder into elite football" for Emma Hayes. There was nothing in this rumour - except a lot of devaluing of women's football. Women's football is not a stepping stone https://t.co/P2sSPBv49S— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) February 3, 2021 Þó hin 44 ára gamla Hayes hafi ekki viljað starfið þá vonast hún til þess að nöfn kvenkyns þjálfara verði oftar í umræðunni þegar kemur að störfum karla megin. „Allir eiga sér stað í fótbolta, og ég segi það aftur: Ég er mjög ánægð hjá Chelsea.“ Hayes hefur starfað hjá Chelsea síðan 2012, undir hennar stjórn hefur liðið þrívegis unnið ensku úrvalsdeildina, tvisvar FA-bikarinn og einu sinni deildarbikarinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Wimbledon er í basli og rak nýverið þjálfara sinn, Glyn Hodges. Er nöfnum var kastað fram kom í ljós að Emma Hayes var eitt þeirra. Hefði hún tekið starfinu þá hefði hún orðið fyrsti kvenmaðurinn til að þjálfa lið í karlaboltanum á Englandi. „Ég vona innilega að Wimbledon finni rétta aðilann í starfið. Þetta með að félagið hafi ekki efni á mér hefur ekkert með ákvörðun mína að gera heldur einfaldlega þá staðreynd að ég er í besta starfi í heimi,“ sagði Hayes í gærkvöld eftir að Chelsea hafði unnið 6-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í enska deildarbikarnum. Vert er að taka fram að Dagný var ekki í leikmannahópi West Ham. Hayes tók einnig fram að karlafótbolti endurspegli ekki þann fjölbreytta veruleika sem við búum við. Þá tók hún fram að hún hefði engan áhuga á starfinu hjá Wimbledon þar sem hún væri ánægð í eigin starfi og liti á það sem skref niður á við. Undir það var tekið í grein The Athletic á dögunum þar sem farið var yfir magnaðan feril Hayes og að Chelsea-lið hennar væri enn án ósigurs eftir 12 umferðir í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að liðið ætti enn möguleika á að vinna fernuna. FA-bikarinn, deildarbikarinn og Meistaradeild Evrópu, sem og ensku úrvalsdeildina. One pundit said a move to League One AFC Wimbledon would be "a step on the ladder into elite football" for Emma Hayes. There was nothing in this rumour - except a lot of devaluing of women's football. Women's football is not a stepping stone https://t.co/P2sSPBv49S— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) February 3, 2021 Þó hin 44 ára gamla Hayes hafi ekki viljað starfið þá vonast hún til þess að nöfn kvenkyns þjálfara verði oftar í umræðunni þegar kemur að störfum karla megin. „Allir eiga sér stað í fótbolta, og ég segi það aftur: Ég er mjög ánægð hjá Chelsea.“ Hayes hefur starfað hjá Chelsea síðan 2012, undir hennar stjórn hefur liðið þrívegis unnið ensku úrvalsdeildina, tvisvar FA-bikarinn og einu sinni deildarbikarinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira