Um 100 börn á viku lögð inn með alvarlegan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2021 10:34 Áætlað er að fjöldi barna sem liggja á sjúkrahúsum með PIMS muni ná hámarki á mánudag. epa/Andy Rain Allt að 100 börn eru nú lögð inn á sjúkrahús í Bretlandi í viku hverri með sjaldgæfan bólgusjúkdóm í kjölfar Covid-19. Sjúkdómurinn er mun tíðari meðal minnihlutahópa, sem má mögulega rekja til erfða og/eða bágra aðstæðna. Bólgusjúkdómurinn kallast á ensku PIMS, sem stendur fyrir „paediatric inflammatory multi-system syndrome“. Í fyrri bylgju faraldursins í Bretlandi greindust allt að 30 börn á viku með sjúkdóminn en fjölgunin nú helst í hendur við fjölgun Covid-19 greininga meðal fullorðinna. Það er að segja, þrátt fyrir að fleiri börn séu að greinast með PIMS í dag er fjöldinn hlutfallslega sá sami ef miðað er við heildarfjölda Covid-19 greininga. Það veldur hins vegar áhyggjum hversu hátt hlutfall þeirra barna sem greinast með PIMS tilheyra minnihlutahópum, eða 75%. Eins og fyrr segir kunna erfðir að eiga hlut að máli en þá hefur verið bent á að þessi börn tilheyra fjölskyldum sem eiga erfitt með að gera ráðstafanir til að forðast Covid-19 smit, búa þétt og oft margir saman. Tvö börn á Bretlandseyjum látist vegna PIMS Þegar bólgusjúkdómurinn kom fyrst fram var talið að mögulega væri um að ræða svokallaðan Kawasaki-sjúkdóm, sem leggst helst á börn og ungabörn. Nú er hins vegar komið í ljós að um er að ræða fylgifisk Covid-19, sem kemur hins vegar ekki alltaf fram fyrr en um mánuði eftir Covid-19 veikindi. Samkvæmt Guardian er talið að eitt af hverjum 5.000 börnum sem greinast með Covid-19 fái PIMS í kjölfarið en helstu einkenni eru útbrot, hiti, hættulega lágur blóðþrýstingur og kviðvandamál. Í alvarlegum tilvikum koma fram einkenni sem líkjast einkennum eiturlosts og sýklasóttar en þess ber að geta að þessi tilfelli eru afar fá. Talið er að á Bretlandseyjum hafi tvö börn látist vegna PIMS. Meðalaldur þeirra barna sem eru greind með PIMS er ellefu ára. Um 78% voru heilsuhraust áður en þau greindust með Covid-19. Hjá fámennum hóp virðist PIMS hafa áhrif á heilann og í einhverjum tilvikum hjartað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Bólgusjúkdómurinn kallast á ensku PIMS, sem stendur fyrir „paediatric inflammatory multi-system syndrome“. Í fyrri bylgju faraldursins í Bretlandi greindust allt að 30 börn á viku með sjúkdóminn en fjölgunin nú helst í hendur við fjölgun Covid-19 greininga meðal fullorðinna. Það er að segja, þrátt fyrir að fleiri börn séu að greinast með PIMS í dag er fjöldinn hlutfallslega sá sami ef miðað er við heildarfjölda Covid-19 greininga. Það veldur hins vegar áhyggjum hversu hátt hlutfall þeirra barna sem greinast með PIMS tilheyra minnihlutahópum, eða 75%. Eins og fyrr segir kunna erfðir að eiga hlut að máli en þá hefur verið bent á að þessi börn tilheyra fjölskyldum sem eiga erfitt með að gera ráðstafanir til að forðast Covid-19 smit, búa þétt og oft margir saman. Tvö börn á Bretlandseyjum látist vegna PIMS Þegar bólgusjúkdómurinn kom fyrst fram var talið að mögulega væri um að ræða svokallaðan Kawasaki-sjúkdóm, sem leggst helst á börn og ungabörn. Nú er hins vegar komið í ljós að um er að ræða fylgifisk Covid-19, sem kemur hins vegar ekki alltaf fram fyrr en um mánuði eftir Covid-19 veikindi. Samkvæmt Guardian er talið að eitt af hverjum 5.000 börnum sem greinast með Covid-19 fái PIMS í kjölfarið en helstu einkenni eru útbrot, hiti, hættulega lágur blóðþrýstingur og kviðvandamál. Í alvarlegum tilvikum koma fram einkenni sem líkjast einkennum eiturlosts og sýklasóttar en þess ber að geta að þessi tilfelli eru afar fá. Talið er að á Bretlandseyjum hafi tvö börn látist vegna PIMS. Meðalaldur þeirra barna sem eru greind með PIMS er ellefu ára. Um 78% voru heilsuhraust áður en þau greindust með Covid-19. Hjá fámennum hóp virðist PIMS hafa áhrif á heilann og í einhverjum tilvikum hjartað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira