Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 12:06 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. vísir/vilhelm Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. Skýrsla starfshóps um Sundabraut var kynnt í gær en samkvæmt henni yrði Sundabraut með brú fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Mat sérfræðihópsins er stóð að skýrslunni er að brú sé töluvert betri kostur en jarðgöng og sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, líta svo á að komin sé loka niðurstaða í málið; Sundabrú. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, bendir á að í skýrslunni séu göngin þó ekki slegin út af borðinu. „Niðurstaða skýrslunnar er á báðar leiðir. Að Sundabraut í göng og brú séu raunhæfar til áframhaldandi skoðunar. Brúin kemur betur út en í fyrri athugunum þannig að núna siptir máli að fá viðbrögð við þessari skýrsu og svara þeim spurningum sem koma fram og síðan ná saman á milli ríkis og borgar um næstu skref,“ segir Dagur. Skýrslan verður kynnt í borgarráði í næstu viku og í kjölfarið tekin til umfjöllunar hjá borginni. Dagur bendir á að borgin hafi markað sé þá stefnu, þvert á flokka, að Sundabraut væri best í göngum. „Það var eftir ítarlegt samráð við íbúa í þeim hverfum sem verða fyrir mestum áhrifum af Sundabraut og við höfum sagt frá upphafi að til þess að breyta stefnu borgarinnar, að þá þurfi að eiga sér stað samtal og samráð, meðal annars við þá sem búa í þessum hverfum og meta báða kosti út frá öllum hliðum. Skýrslan er bara mjög mikilvægt innlegg í það.“ Hann segir jákvætt að í skýrslunni sé dregið fram að brúin sé góð lausn fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Ég held að það sé bara tímanna tákn að þessir fjölbreyttu ferðamátar og almenningssamgöngur séu teknir svona inn í þessa mynd. Við getum ekki lagt heildstætt mat á neitt í samgöngumálum án þess að hugsa um hvernig það nýtist okkur til að efla almenningssamgöngur og auka ekki umferðarálagið sem er mikið fyrir í borginni.“ Aðspurður um efasemdir segir hann að fara þurfi betur yfir kostnaðarmatið. „Það hefur verið bent á að þarna er verið að bera saman beinan kostnað við Sundabrautarframkvæmdina, en það er ýmis kostnaður sem fellur til, við til að mynda hafnarsvæðið og hugsanlega nálæg íbúahverfi sem þarf að taka inn í myndina. Þannig að næsta skref yrði þá félagshagfræðileg greining annars vegar og umhverfismat hins vegar. En mér sýnist þessi vinna vera góð og leggja grunn að því samtali sem þarf að eiga sér stað,“ segir Dagur. Reykjavík Samgöngur Sundabraut Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Skýrsla starfshóps um Sundabraut var kynnt í gær en samkvæmt henni yrði Sundabraut með brú fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Mat sérfræðihópsins er stóð að skýrslunni er að brú sé töluvert betri kostur en jarðgöng og sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, líta svo á að komin sé loka niðurstaða í málið; Sundabrú. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, bendir á að í skýrslunni séu göngin þó ekki slegin út af borðinu. „Niðurstaða skýrslunnar er á báðar leiðir. Að Sundabraut í göng og brú séu raunhæfar til áframhaldandi skoðunar. Brúin kemur betur út en í fyrri athugunum þannig að núna siptir máli að fá viðbrögð við þessari skýrsu og svara þeim spurningum sem koma fram og síðan ná saman á milli ríkis og borgar um næstu skref,“ segir Dagur. Skýrslan verður kynnt í borgarráði í næstu viku og í kjölfarið tekin til umfjöllunar hjá borginni. Dagur bendir á að borgin hafi markað sé þá stefnu, þvert á flokka, að Sundabraut væri best í göngum. „Það var eftir ítarlegt samráð við íbúa í þeim hverfum sem verða fyrir mestum áhrifum af Sundabraut og við höfum sagt frá upphafi að til þess að breyta stefnu borgarinnar, að þá þurfi að eiga sér stað samtal og samráð, meðal annars við þá sem búa í þessum hverfum og meta báða kosti út frá öllum hliðum. Skýrslan er bara mjög mikilvægt innlegg í það.“ Hann segir jákvætt að í skýrslunni sé dregið fram að brúin sé góð lausn fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Ég held að það sé bara tímanna tákn að þessir fjölbreyttu ferðamátar og almenningssamgöngur séu teknir svona inn í þessa mynd. Við getum ekki lagt heildstætt mat á neitt í samgöngumálum án þess að hugsa um hvernig það nýtist okkur til að efla almenningssamgöngur og auka ekki umferðarálagið sem er mikið fyrir í borginni.“ Aðspurður um efasemdir segir hann að fara þurfi betur yfir kostnaðarmatið. „Það hefur verið bent á að þarna er verið að bera saman beinan kostnað við Sundabrautarframkvæmdina, en það er ýmis kostnaður sem fellur til, við til að mynda hafnarsvæðið og hugsanlega nálæg íbúahverfi sem þarf að taka inn í myndina. Þannig að næsta skref yrði þá félagshagfræðileg greining annars vegar og umhverfismat hins vegar. En mér sýnist þessi vinna vera góð og leggja grunn að því samtali sem þarf að eiga sér stað,“ segir Dagur.
Reykjavík Samgöngur Sundabraut Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira