Erlent

Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst

Samúel Karl Ólason skrifar
Fleiri en tíu þúsund hafa verið handteknir vegna mótmæla í Rússlandi að undanförnu.
Fleiri en tíu þúsund hafa verið handteknir vegna mótmæla í Rússlandi að undanförnu. EPA/YURI KOCHETKOV

Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin.

Myndin af söngvaranum, sem brandarinn snerist um, var notuð til að hvetja fólk til að mæta á mótmæli vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Smirnov sendi ekkert annað frá sér um mótmælin og sótti þau ekki heldur. Hann var þó handtekinn og dæmdur fyrir að hvetja til mótmæla.

Blaðamenn og ljósmyndarar Mediazona hafa þó birt fréttir, myndir og myndbönd af mótmælum víðsvegar um Rússlandi og því hve harkalega lögregluþjónar tóku á mótmælendum.

Talið er að fleiri en tíu þúsund manns hafi verið handteknir vegna mótmælanna.

Í frétt Moscow Times segir að fangelsi í og við Moskvu séu yfirfull. Til marks um að hafi Smirnov, og 27 öðrum mönnum verið komið fyrir í fangelsisklefa ætluðum átta mönnum.

Hér má sjá tvær myndir sem Smirnov birti í morgun. Hann hefur þó síðan þá verið færður í annan klefa þar sem hann fékk dýnu til að liggja á en síminn var tekinn af honum.

Hér má svo sjá myndbönd úr Zakharova fangelsinu skammt frá Moskvu, þar sem Smirnov er í haldi auk margra annarra sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna.


Tengdar fréttir

Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki

Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu.

Fordæmir dóminn yfir Navalní

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð.

Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna

Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.