Jesse Lingard var bara eitt stórt bros í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 11:30 Jesse Lingard fagnar öðru mark sinna í fyrsta leiknum með West Ham United en með honum eru Ryan Fredericks og Tomas Soucek. Getty/Shaun Botterill Jesse Lingard hafði ekki fengið eina sekúndu í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en nýtti níutíu mínúturnar sínar vel í búningi West Ham í gærkvöldi. Það er auðvelt að samgleðgjast Jesse Lingard eftir frammistöðu hans með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það hefur reynt mikið á hann að þurfa að dúsa út í kuldanum á Old Trafford. Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham í síðustu viku og það er óhætt að segja að þessi fyrrum enski landsliðsmaður hafi slegið í gegn í fyrsta leik. Lingard skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Aston Villa í gærkvöldi. "I was smiling before the game, during the game, I just love football." An incredibly wholesome post-match interview by Jesse Lingard. This is what football is all about https://t.co/RJ3r3qkWpo— SPORTbible (@sportbible) February 4, 2021 „Það var mikilvægast að ná í stigin þrjú. Liðið vann vel fyrir þessum sigri sem ein heild og nú erum við bara að hugsa um næsta leik á móti Fulham,“ sagði Jesse Lingard í viðtali við BT Sport eftir leikinn. „Liðið hefur tekið mér frábærlega og ég hef aðlagast hlutunum fljótt. Það hjálpaði líka til að sjá kunnugleg andlit,“ sagði Lingard. „Við fundum þessa tengingu á æfingunum og tókst að búa hana til fljótt. Það er síðan frekar auðvelt að spila með þeim Michail [Antonio] og Declan [Rice],“ sagði Lingard. Jesse Lingard s game by numbers vs. Aston Villa: 91% pass accuracy65 touches34 passes in opp. half (most) 6 shots 4 duels won 3 shots on target 3 penalty area entries 2 take-ons 2 chances created 2 goals A dream debut. pic.twitter.com/lp7Za0X23m— Squawka Football (@Squawka) February 3, 2021 „Ég fékk að byrja í kvöld, skoraði tvö mörk og við fengum þrjú stig. Ég var brosandi fyrir leikinn og á meðan leiknum stóð. Ég elska fótbolta,“ sagði Lingard. Jesse Lingard hafði ekki fengið eina mínútu hjá Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en var fjórum sinnum ónotaður varamaður, síðast í leik á móti Aston Villa á Nýársdag. „Þetta er búið að vera langur tíma en ég er kominn hingað til að fá spilatíma og náði að skora tvö mörkin. Stigin þrjú eru samt það mikilvægasta eins og ég sagði áður,“ sagði Lingard. Lingard var reyndar að skora í öðrum deildarleiknum í röð því hann skoraði fyrir Manchester United á móti Leicester City í lokaumferðinni á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Það er auðvelt að samgleðgjast Jesse Lingard eftir frammistöðu hans með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það hefur reynt mikið á hann að þurfa að dúsa út í kuldanum á Old Trafford. Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham í síðustu viku og það er óhætt að segja að þessi fyrrum enski landsliðsmaður hafi slegið í gegn í fyrsta leik. Lingard skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Aston Villa í gærkvöldi. "I was smiling before the game, during the game, I just love football." An incredibly wholesome post-match interview by Jesse Lingard. This is what football is all about https://t.co/RJ3r3qkWpo— SPORTbible (@sportbible) February 4, 2021 „Það var mikilvægast að ná í stigin þrjú. Liðið vann vel fyrir þessum sigri sem ein heild og nú erum við bara að hugsa um næsta leik á móti Fulham,“ sagði Jesse Lingard í viðtali við BT Sport eftir leikinn. „Liðið hefur tekið mér frábærlega og ég hef aðlagast hlutunum fljótt. Það hjálpaði líka til að sjá kunnugleg andlit,“ sagði Lingard. „Við fundum þessa tengingu á æfingunum og tókst að búa hana til fljótt. Það er síðan frekar auðvelt að spila með þeim Michail [Antonio] og Declan [Rice],“ sagði Lingard. Jesse Lingard s game by numbers vs. Aston Villa: 91% pass accuracy65 touches34 passes in opp. half (most) 6 shots 4 duels won 3 shots on target 3 penalty area entries 2 take-ons 2 chances created 2 goals A dream debut. pic.twitter.com/lp7Za0X23m— Squawka Football (@Squawka) February 3, 2021 „Ég fékk að byrja í kvöld, skoraði tvö mörk og við fengum þrjú stig. Ég var brosandi fyrir leikinn og á meðan leiknum stóð. Ég elska fótbolta,“ sagði Lingard. Jesse Lingard hafði ekki fengið eina mínútu hjá Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en var fjórum sinnum ónotaður varamaður, síðast í leik á móti Aston Villa á Nýársdag. „Þetta er búið að vera langur tíma en ég er kominn hingað til að fá spilatíma og náði að skora tvö mörkin. Stigin þrjú eru samt það mikilvægasta eins og ég sagði áður,“ sagði Lingard. Lingard var reyndar að skora í öðrum deildarleiknum í röð því hann skoraði fyrir Manchester United á móti Leicester City í lokaumferðinni á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira