Klopp: Eina útskýringin sem ég sé núna er að við séum þrekað lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 09:02 Það lítur allt út fyrir það að Liverpool sé búið að klúðra titilvörninni eftir heimatöp á móti Burnley og Brighton. Getty/Andrew Powell/ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, talað um vöntun á ferskleika í sínu liði eftir tap á móti Brighton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool er nú sjö stigum á eftir toppliði Manchester City þrátt fyrir að hafa spilað einum leik meira. „Þetta hefur verið mjög erfið vika með tveimur útileikjum, leikjum þar sem var mikil ákefð,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Við litum út fyrir það að vera ekki nógu ferskir í þessum leik, hvorki andlega né líkamlega,“ sagði Klopp. [BBC] Liverpool 0-1 Brighton: Reds 'mentally fatigued' in defeat says Jurgen Klopp https://t.co/TiVYcdnY7S— LFCMAGAZINE (@LFCMAGAZINE) February 4, 2021 „Það voru alltof mörg dæmi um það að við gáfum boltann frá okkur of auðveldlega og þá var eins og strákarnir væru andlega þreyttir. Ég veit að þeir geta vel sent boltann frá A til B en það gerðist ekki. Við gerðum þetta auðvelt fyrir Brighton en þeir stóðu sig líka vel,“ sagði Klopp sem viðurkenndi að úrslitin hafi ekki verið ósanngjörn. „Brighton átti skilið að vinna, það er enginn vafi á því. Fyrir mig er mikilvægara að finna útskýringuna á því af hverju við töpuðum þessum leik og skilja betur hvað gerðist í kvöld. Við litum ekki sannfærandi út,“ sagði Klopp. Liverpool lék 68 leiki í röð á Anfield án þess að tapa en hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð og það á móti Burnley og Brighton. „Eina útskýringin sem ég hef er að við séum þrekað lið þegar við horfum á andlega þáttinn og það leiðir til þess að menn hafa ekki fullan ferskleika í fótunum,“ sagði Klopp. „Það eina sem við getum gert er að nota hlutina sem gerast og reyna að læra af þeim. Lausnin er alltaf hjá leikmönnunum. Þetta hefur verið erfið vika og við gerðum ekki nóg í kvöld. City er á miklu flugi og við þurfum að finna lausnir,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp admits Liverpool are not title contenders at the moment after losing at home to Brighton. By @AHunterGuardian https://t.co/c9JPIDT9w5— Guardian sport (@guardian_sport) February 4, 2021 Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Liverpool er nú sjö stigum á eftir toppliði Manchester City þrátt fyrir að hafa spilað einum leik meira. „Þetta hefur verið mjög erfið vika með tveimur útileikjum, leikjum þar sem var mikil ákefð,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Við litum út fyrir það að vera ekki nógu ferskir í þessum leik, hvorki andlega né líkamlega,“ sagði Klopp. [BBC] Liverpool 0-1 Brighton: Reds 'mentally fatigued' in defeat says Jurgen Klopp https://t.co/TiVYcdnY7S— LFCMAGAZINE (@LFCMAGAZINE) February 4, 2021 „Það voru alltof mörg dæmi um það að við gáfum boltann frá okkur of auðveldlega og þá var eins og strákarnir væru andlega þreyttir. Ég veit að þeir geta vel sent boltann frá A til B en það gerðist ekki. Við gerðum þetta auðvelt fyrir Brighton en þeir stóðu sig líka vel,“ sagði Klopp sem viðurkenndi að úrslitin hafi ekki verið ósanngjörn. „Brighton átti skilið að vinna, það er enginn vafi á því. Fyrir mig er mikilvægara að finna útskýringuna á því af hverju við töpuðum þessum leik og skilja betur hvað gerðist í kvöld. Við litum ekki sannfærandi út,“ sagði Klopp. Liverpool lék 68 leiki í röð á Anfield án þess að tapa en hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð og það á móti Burnley og Brighton. „Eina útskýringin sem ég hef er að við séum þrekað lið þegar við horfum á andlega þáttinn og það leiðir til þess að menn hafa ekki fullan ferskleika í fótunum,“ sagði Klopp. „Það eina sem við getum gert er að nota hlutina sem gerast og reyna að læra af þeim. Lausnin er alltaf hjá leikmönnunum. Þetta hefur verið erfið vika og við gerðum ekki nóg í kvöld. City er á miklu flugi og við þurfum að finna lausnir,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp admits Liverpool are not title contenders at the moment after losing at home to Brighton. By @AHunterGuardian https://t.co/c9JPIDT9w5— Guardian sport (@guardian_sport) February 4, 2021
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira