Erlent

Loka á Face­­book og aðra sam­­fé­lags­­miðla í landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Herinn tók á dögunum völdin í Mjanmar og hneppti fjölda stjórnmálamanna í varðhald.
Herinn tók á dögunum völdin í Mjanmar og hneppti fjölda stjórnmálamanna í varðhald. Getty/Stringer

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur lokað á Facebook og aðra samfélagsmiðla í landinu og segist með því vera að tryggja stöðugleika í landinu. Herinn tók á dögunum völdin í Mjanmar og hneppti fjölda stjórnmálamanna í varðhald, þar á meðal kjörinn leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi.

Ákæra var gefin út á hendur henni í gær en Suu Kyi er sökuð um ólöglegan innflutning á samskiptatækjum, en sex talstöðvar fundust á heimili hennar að sögn hersins.

Mikil ólga er í landinu en í nóvember fór flokkur Suu Kyi með yfirburðasigur í kosningum í landinu og fengu um sjötíu prósent greiddra atkvæða.

Herforingjarnir fullyrða að brögð hafi verið í tafli og tóku því völdin af hinni borgaralegu stjórn, en herinn hafði stjórnað landinu að miklu leyti á bak við tjöldin og aldrei fyllilega sleppt takinu frá því borgaraleg stjórn komst á árið 2015.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.