Guardiola með svaka lofræðu um nýja ómissandi manninn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 13:01 Ruben Dias hefur sýnt hversu mikill leiðtogi hann er og hefur um leið orðið einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins á aðeins nokkrum mánuðum. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola virðist vera búinn að finna sinn nýja uppáhaldsleikmann í Manchester City liðinu ef marka má lofræðu hans um portúgalska miðvörðinn Rúben Dias. Rúben Dias hefur gerbreytt varnarleik Manchester City liðsins á þessu tímabili og Guardiola talar nú um það að liðið geti ekki verið án hans. Manchester City keypti Rúben Dias frá Benfica fyrir 61 milljón punda fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan. Miðvörðurinn er þegar orðinn einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins enda er liðið nú með bestu vörn deildarinnar og komið aftur á toppinn. Ruben Dias has earned Van Dijk comparisons after his outstanding start and Guardiola was happy to agree https://t.co/b6UWyPga6J— Manchester City News (@ManCityMEN) February 3, 2021 Guardiola er sammála því að koma hans sé eins og þegar Virgil Van Dijk kom til Liverpool og liðið vann í framhaldinu bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. „Já, algjörlega, algjörlega,“ sagði Pep Guardiola um það hvort Rúben Dias væri líkur Virgil Van Dijk og ein mikilvægustu kaup Manchester City. „Hann hefur fallið strax inn í allt hjá okkur og hvað varðar hugarfar þá er hann gæi sem lifir fyrir starfið sitt 24 tíma á sólarhring,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti Burnley í kvöld. „Öll skrefin sem hann tekur, heima hjá sér, inn á vellinum eða utan hans, hvað hann borðar, hvernig hann sefur, hvernig hann hugar að endurheimt og undirbýr sig. Allt verður að vera fullkomið þessar 95 mínútur sem fótboltaleikurinn tekur,“ sagði Guardiola. Það er að heyra á spænska knattspyrnustjóranum að Portúgalinn hafi verið svo gott sem fullkominn á hans fyrsta tímabili. „Það er undir honum komið að viðhalda þessu og vonandi getum við hjálpað honum að vaxa. Við erum meira en sáttir hingað til,“ sagði Guardiola. Guardiola has reflected on City's first half of the season, and spoken about the Stones-Dias partnership and what makes it so special #mcfc https://t.co/cE1A1p60Qt— Manchester City News (@ManCityMEN) January 28, 2021 „Hann er ekki bara leikmaður sem spilar vel sjálfur heldur er hann leikmaður sem fær aðra leikmenn til að spila vel líka. Við erum að tala um 90 mínútur af því að tala við liðsfélagana og miðla af sér. Níutíu mínútur af því að segja félögum sínum hvað þeir eiga að gera í hverju tilfelli. Þegar slíkt er í gangi þá get ég ekki tekið hann úr liðinu. Hann er ómissandi,“ sagði Guardiola. Dias er bara 23 ára gamall en hann hefur búið til frábært samstarf með John Stones, sem fyrir komu Portúgalans leit út fyrir að vera á leiðinni burtu frá félaginu. Enski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Rúben Dias hefur gerbreytt varnarleik Manchester City liðsins á þessu tímabili og Guardiola talar nú um það að liðið geti ekki verið án hans. Manchester City keypti Rúben Dias frá Benfica fyrir 61 milljón punda fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan. Miðvörðurinn er þegar orðinn einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins enda er liðið nú með bestu vörn deildarinnar og komið aftur á toppinn. Ruben Dias has earned Van Dijk comparisons after his outstanding start and Guardiola was happy to agree https://t.co/b6UWyPga6J— Manchester City News (@ManCityMEN) February 3, 2021 Guardiola er sammála því að koma hans sé eins og þegar Virgil Van Dijk kom til Liverpool og liðið vann í framhaldinu bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. „Já, algjörlega, algjörlega,“ sagði Pep Guardiola um það hvort Rúben Dias væri líkur Virgil Van Dijk og ein mikilvægustu kaup Manchester City. „Hann hefur fallið strax inn í allt hjá okkur og hvað varðar hugarfar þá er hann gæi sem lifir fyrir starfið sitt 24 tíma á sólarhring,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti Burnley í kvöld. „Öll skrefin sem hann tekur, heima hjá sér, inn á vellinum eða utan hans, hvað hann borðar, hvernig hann sefur, hvernig hann hugar að endurheimt og undirbýr sig. Allt verður að vera fullkomið þessar 95 mínútur sem fótboltaleikurinn tekur,“ sagði Guardiola. Það er að heyra á spænska knattspyrnustjóranum að Portúgalinn hafi verið svo gott sem fullkominn á hans fyrsta tímabili. „Það er undir honum komið að viðhalda þessu og vonandi getum við hjálpað honum að vaxa. Við erum meira en sáttir hingað til,“ sagði Guardiola. Guardiola has reflected on City's first half of the season, and spoken about the Stones-Dias partnership and what makes it so special #mcfc https://t.co/cE1A1p60Qt— Manchester City News (@ManCityMEN) January 28, 2021 „Hann er ekki bara leikmaður sem spilar vel sjálfur heldur er hann leikmaður sem fær aðra leikmenn til að spila vel líka. Við erum að tala um 90 mínútur af því að tala við liðsfélagana og miðla af sér. Níutíu mínútur af því að segja félögum sínum hvað þeir eiga að gera í hverju tilfelli. Þegar slíkt er í gangi þá get ég ekki tekið hann úr liðinu. Hann er ómissandi,“ sagði Guardiola. Dias er bara 23 ára gamall en hann hefur búið til frábært samstarf með John Stones, sem fyrir komu Portúgalans leit út fyrir að vera á leiðinni burtu frá félaginu.
Enski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira