Fordæmir dóminn yfir Navalní Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 20:02 Guðlaugur kallar eftir því að Navalní verði sleppt. Getty/Samsett Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð. Í tísti sem Guðlaugur sendi frá sér eftir að dómur yfir Navalní féll síðdegis í dag segir hann rangt að þagga niður í pólitískum andstæðingum og koma þeim fyrir bak við lás og slá. Navalní er einhver háværasti og áhrifamesti andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Segir Guðlaugur að dómurinn yfir Navalní minni á „ógnvekjandi fortíð.“ „Ég biðla til Rússlands að sleppa [Navalní] undir eins, sem og þeim sem ranglega eru í varðhaldi fyrir að mótmæla,“ skrifar Guðlaugur Þór. Talið er að um tvö hundruð mótmælendur hafi verið handteknir fyrir utan dómshúsið í Moskvu í morgun. Deeply disappointed over the verdict against Alexei Navalny @navalny. Silencing political opponents by putting them behind bars is never acceptable & is reminiscent of a grim past. Calling on #Russia to release him immediately as well as those wrongfully detained for protesting.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 2, 2021 Sá fjöldi er þó ekki nema brot af því sem var á sunnudaginn þegar stærstu mótmæli í áratugaraðir áttu sér stað víðs vegar um landið vegna meðferðar stjórnarandstæðingsins. 5.750 voru handtekin, þar af rúmlega 1.900 í Moskvu. Rauf skilorð meðvitundarlaus Á meðan mótmælendur voru handteknir fyrir utan stóð Navalní inni í dómsalnum í eins konar glerbúri. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu á dögunum og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk og hann verið fluttur meðvitundarlaus til Þýskalands. Rússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um eitrunina, en segjast saklaus. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Utanríkismál Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. 1. febrúar 2021 14:50 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Í tísti sem Guðlaugur sendi frá sér eftir að dómur yfir Navalní féll síðdegis í dag segir hann rangt að þagga niður í pólitískum andstæðingum og koma þeim fyrir bak við lás og slá. Navalní er einhver háværasti og áhrifamesti andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Segir Guðlaugur að dómurinn yfir Navalní minni á „ógnvekjandi fortíð.“ „Ég biðla til Rússlands að sleppa [Navalní] undir eins, sem og þeim sem ranglega eru í varðhaldi fyrir að mótmæla,“ skrifar Guðlaugur Þór. Talið er að um tvö hundruð mótmælendur hafi verið handteknir fyrir utan dómshúsið í Moskvu í morgun. Deeply disappointed over the verdict against Alexei Navalny @navalny. Silencing political opponents by putting them behind bars is never acceptable & is reminiscent of a grim past. Calling on #Russia to release him immediately as well as those wrongfully detained for protesting.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 2, 2021 Sá fjöldi er þó ekki nema brot af því sem var á sunnudaginn þegar stærstu mótmæli í áratugaraðir áttu sér stað víðs vegar um landið vegna meðferðar stjórnarandstæðingsins. 5.750 voru handtekin, þar af rúmlega 1.900 í Moskvu. Rauf skilorð meðvitundarlaus Á meðan mótmælendur voru handteknir fyrir utan stóð Navalní inni í dómsalnum í eins konar glerbúri. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu á dögunum og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk og hann verið fluttur meðvitundarlaus til Þýskalands. Rússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um eitrunina, en segjast saklaus.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Utanríkismál Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. 1. febrúar 2021 14:50 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11
Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. 1. febrúar 2021 14:50
Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40