Erlent

Fjögur þúsund hand­teknir í Rúss­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þúsundir hafa verið handteknir við mótmælin.
Þúsundir hafa verið handteknir við mótmælin. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar.

Navalní var handtekinn og settur í gæsluvarðhald við komu hans til Rússlands fyrir um tveimur vikum síðan. Hann sneri í fyrsta skipti heim eftir að hafa flúið landið í ágúst eftir að eitrað var fyrir honum. Hann hefur sakað stjórnvöld í Rússlandi um að hafa skipulagt eiturefnaárásina, sem þau hafa neitað.

Í höfuðborginni Moskvu hefur lestarstöðvum verið lokað í því skyni að draga úr samgöngumöguleikum mótmælenda. Þá hefur samgönguleiðum í miðborginni verið lokað.

Mótmælendur gerðu tilraun til þess að komast að Matrosskaya Tishina fangelsinu, þar sem Navlaní er haldið.

Yulia Navalnaya, eiginkona Navalnís, er meðal þeirra sem var handtekin við mótmælin í dag.

Lögreglan heldur því fram að mótmælin séu ólögleg og rússnesk yfirvöld hafa varað við því að mótmælin gætu valdið mikilli aukningu í kórónuveirusmitum.


Tengdar fréttir

Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir

Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×