Navalní sakfelldur í Moskvu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2021 17:32 Navalní var handtekinn við komuna til Moskvu á dögunum. EPA/YURI KOCHETKOV Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa rofið skilorð. Hann hefur þó þegar verið eitt ár í stofufangelsi og verður því látinn sitja inni í tvö og hálft ár. Fjöldi brynklæddra lögreglumanna var mættur fyrir utan dómshúsið í Moskvu í morgun og mætti þar mótmælendum. Navalní hafði biðlað til stuðningsmanna sinna um að mæta á staðinn og láta óánægju sína í ljós. Rúmlega 200 mótmælendur eru sagðir hafa verið handteknir. Sá fjöldi er þó ekki nema brot af því sem var á sunnudaginn þegar stærstu mótmæli í áratugaraðir áttu sér stað víðs vegar um landið vegna meðferðar stjórnarandstæðingsins. 5.750 voru handtekin, þar af rúmlega 1.900 í Moskvu. Á meðan mótmælendur voru handteknir fyrir utan stóð Navalní inni í dómsalnum í eins konar glerbúri. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu á dögunum og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk. Rússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um eitrunina, en segjast saklaus. Fjallað var um dóminn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. 1. febrúar 2021 14:50 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Fjöldi brynklæddra lögreglumanna var mættur fyrir utan dómshúsið í Moskvu í morgun og mætti þar mótmælendum. Navalní hafði biðlað til stuðningsmanna sinna um að mæta á staðinn og láta óánægju sína í ljós. Rúmlega 200 mótmælendur eru sagðir hafa verið handteknir. Sá fjöldi er þó ekki nema brot af því sem var á sunnudaginn þegar stærstu mótmæli í áratugaraðir áttu sér stað víðs vegar um landið vegna meðferðar stjórnarandstæðingsins. 5.750 voru handtekin, þar af rúmlega 1.900 í Moskvu. Á meðan mótmælendur voru handteknir fyrir utan stóð Navalní inni í dómsalnum í eins konar glerbúri. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu á dögunum og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk. Rússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um eitrunina, en segjast saklaus. Fjallað var um dóminn í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. 1. febrúar 2021 14:50 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11
Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. 1. febrúar 2021 14:50
Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55