Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 15:55 Alexei Navalní fylgdist með úr fangelsinu sem honum er haldið í. AP/Alexander Zemlianichenko Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. Úrskurður áfrýjunardómstólsins felur í sér að Navalní verður áfram í fangelsi þar til í næstu viku þegar réttað verður yfir honum aftur vegna ásakana um að hann hafi brotið gegn gömlum skilorðsdómi sínum. Verði hann fundinn sekur þar gæti hann verið sendur til fanganýlendu í Síberíu í allt að þrjú og hálft ár. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í síðustu viku og dæmdur í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Rannsaka einnig meintan fjárdrátt Navalnís Yfirvöld í Rússlandi opnuðu einnig í síðasta mánuði rannsókn gegn Navalní sem snýr að ásökunum um að hann hafi dregið sér fé úr andspillingarsamtökum sínum. Hámarksrefsing í því máli eru tíu ár í fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var fluttur í dái til Þýskalands síðasta sumar eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Bróðir og bandamenn handteknir Guardian segir að bróðir Navalnís, lögmaður hans og nokkrir af öðrum bandamönnum hans og aðstoðarmönnum hafi verið handteknir í gær og ákærðir vegna mótmælanna á þeim grundvelli að þau hafi brotið gegn sóttvarnarreglum. Hámarksrefsing fyrir þessi meintu brot þeirra eru þrjú ár í fangelsi. Olex Navalní hefur áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna sama máls og Navalní frá 2014 en þann dóm gegn bróður sínum kallaði Navalní á sínum tíma „gíslatöku“ Sjá einnig: Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Navalní fékk að fylgjast með því þegar niðurstaða áfrýjunardómstólsins var kveðin upp í dag í gegnum netið. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að verða sleppt úr haldi. Það virtist þó koma honum mjög á óvart þegar hann komst að því að bróðir sinn og aðrir hefðu verið handteknir. Lýsti hann handtökunum og málinu gegn sér sem lögleysu. Í stuttu ávarpi í dag lofaði Navalní þá sem tóku þátt í mótmælunum um síðustu helgi og sagði þá aðila síðustu varnarlínuna gegn spillingu í Rússlandi. Þá hvatti hann fólk til að horfa á myndband sem andspillingarsamtök hans birtu skömmu eftir að hann var handtekinn. Navalny s fiery final words before judge leaves for deliberation. Calls people who come out to protests true patriots of Russia and the barrier holding Russia from slipping into complete degradation. pic.twitter.com/8NQ28K2Ww5— Mary Ilyushina (@maryilyushina) January 28, 2021 Í því myndbandi sakar hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bandamenn hans um umfangsmikla spillingu og þjófnað. Hann segir sömuleiðis að Pútín hafi látið byggja höll fyrir sig við strendur Svartahafs en því neitar Pútín. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og nálgast hundrað milljón áhorf á Youtube. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Úrskurður áfrýjunardómstólsins felur í sér að Navalní verður áfram í fangelsi þar til í næstu viku þegar réttað verður yfir honum aftur vegna ásakana um að hann hafi brotið gegn gömlum skilorðsdómi sínum. Verði hann fundinn sekur þar gæti hann verið sendur til fanganýlendu í Síberíu í allt að þrjú og hálft ár. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í síðustu viku og dæmdur í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Rannsaka einnig meintan fjárdrátt Navalnís Yfirvöld í Rússlandi opnuðu einnig í síðasta mánuði rannsókn gegn Navalní sem snýr að ásökunum um að hann hafi dregið sér fé úr andspillingarsamtökum sínum. Hámarksrefsing í því máli eru tíu ár í fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var fluttur í dái til Þýskalands síðasta sumar eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Bróðir og bandamenn handteknir Guardian segir að bróðir Navalnís, lögmaður hans og nokkrir af öðrum bandamönnum hans og aðstoðarmönnum hafi verið handteknir í gær og ákærðir vegna mótmælanna á þeim grundvelli að þau hafi brotið gegn sóttvarnarreglum. Hámarksrefsing fyrir þessi meintu brot þeirra eru þrjú ár í fangelsi. Olex Navalní hefur áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna sama máls og Navalní frá 2014 en þann dóm gegn bróður sínum kallaði Navalní á sínum tíma „gíslatöku“ Sjá einnig: Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Navalní fékk að fylgjast með því þegar niðurstaða áfrýjunardómstólsins var kveðin upp í dag í gegnum netið. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að verða sleppt úr haldi. Það virtist þó koma honum mjög á óvart þegar hann komst að því að bróðir sinn og aðrir hefðu verið handteknir. Lýsti hann handtökunum og málinu gegn sér sem lögleysu. Í stuttu ávarpi í dag lofaði Navalní þá sem tóku þátt í mótmælunum um síðustu helgi og sagði þá aðila síðustu varnarlínuna gegn spillingu í Rússlandi. Þá hvatti hann fólk til að horfa á myndband sem andspillingarsamtök hans birtu skömmu eftir að hann var handtekinn. Navalny s fiery final words before judge leaves for deliberation. Calls people who come out to protests true patriots of Russia and the barrier holding Russia from slipping into complete degradation. pic.twitter.com/8NQ28K2Ww5— Mary Ilyushina (@maryilyushina) January 28, 2021 Í því myndbandi sakar hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bandamenn hans um umfangsmikla spillingu og þjófnað. Hann segir sömuleiðis að Pútín hafi látið byggja höll fyrir sig við strendur Svartahafs en því neitar Pútín. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og nálgast hundrað milljón áhorf á Youtube.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent