„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 16:44 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, grínast með að umhverfis- og samgöngunefnd væri að stela málinu sínu. Hún hefur áður lagt fram þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. vísir/Vilhelm Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, mælti fyrir tillögunni en nefndin stendur einróma að baki henni. Í máli Jóns kom fram að ætla megi að rafmagnsflugvélar verði komnar á markað árið 2022. „Það er á næsta ári og því er raunhæft að áætla og hvetja til þess að þróun í átt að notkun umhverfisvænna orkugjafa í innanlandsflugi verði hafin árið 2030 þannig að mögulegt verði að knýja allan flugflotann sem starfræktur verður í innanlandsflugi á komandi árum umhverfisvænum orkugjöfum.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, mælti fyrir tillögunni á Alþingi í dag.vísir/Vilhelm Samhliða þeirri þróun megi ætla að vetnisknúnar vélar sem henti á meðallöngum og löngum flugleiðum líti dagsins ljós. Orkuskiptin muni væntanlega hafa veruleg áhrif á rekstrarkostnað flugvéla og leiða til mikillar lækkunar á flugfargjöldum. Raunhæfara verði því að halda uppi öflugum samgöngum í innanlandsflugi hér á landi. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist eiga von á þverpólitískri samstöðu um málið. „Ég spái því að almenningssamgöngur með þessum vistvænu flugvélum, eða vistvænni flugvélum, verði miklu algengari en nú er og ein af ástæðunum fyrir því er að sjálfsögðu miklu lægri reksturskostnaður.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, vísaði til þess í ræðu sinni að hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál. „Ég gat ekki látið hjá líðast að taka hér til máls, enda háttvirt umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu,“ sagði hún og bætti við að athugasemdin hefði verið „léleg tilraun til djóks.“ Hún fagnaði því að málið væri komið á borð Alþingis. „Það er óhætt að segja að þróunin á þessu sviði sé gríðar hröð og má til marks um það benda á að þegar ég lagði málið mitt fram í fyrra þótti það sæta furðu að verið væri að tala um rafvæðingu flugs, enda væri það eitthvað sem myndi eiga sér stað langt inni í framtíðinni og ekki tímabært að ræða.“ Orkuskipti yrðu bylting í innanlandsflugi og sagðist Albertína binda vonir við að tillagan yrði samþykkt samhljóða síðar í vor. Fréttir af flugi Alþingi Umhverfismál Orkumál Bensín og olía Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, mælti fyrir tillögunni en nefndin stendur einróma að baki henni. Í máli Jóns kom fram að ætla megi að rafmagnsflugvélar verði komnar á markað árið 2022. „Það er á næsta ári og því er raunhæft að áætla og hvetja til þess að þróun í átt að notkun umhverfisvænna orkugjafa í innanlandsflugi verði hafin árið 2030 þannig að mögulegt verði að knýja allan flugflotann sem starfræktur verður í innanlandsflugi á komandi árum umhverfisvænum orkugjöfum.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, mælti fyrir tillögunni á Alþingi í dag.vísir/Vilhelm Samhliða þeirri þróun megi ætla að vetnisknúnar vélar sem henti á meðallöngum og löngum flugleiðum líti dagsins ljós. Orkuskiptin muni væntanlega hafa veruleg áhrif á rekstrarkostnað flugvéla og leiða til mikillar lækkunar á flugfargjöldum. Raunhæfara verði því að halda uppi öflugum samgöngum í innanlandsflugi hér á landi. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist eiga von á þverpólitískri samstöðu um málið. „Ég spái því að almenningssamgöngur með þessum vistvænu flugvélum, eða vistvænni flugvélum, verði miklu algengari en nú er og ein af ástæðunum fyrir því er að sjálfsögðu miklu lægri reksturskostnaður.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, vísaði til þess í ræðu sinni að hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál. „Ég gat ekki látið hjá líðast að taka hér til máls, enda háttvirt umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu,“ sagði hún og bætti við að athugasemdin hefði verið „léleg tilraun til djóks.“ Hún fagnaði því að málið væri komið á borð Alþingis. „Það er óhætt að segja að þróunin á þessu sviði sé gríðar hröð og má til marks um það benda á að þegar ég lagði málið mitt fram í fyrra þótti það sæta furðu að verið væri að tala um rafvæðingu flugs, enda væri það eitthvað sem myndi eiga sér stað langt inni í framtíðinni og ekki tímabært að ræða.“ Orkuskipti yrðu bylting í innanlandsflugi og sagðist Albertína binda vonir við að tillagan yrði samþykkt samhljóða síðar í vor.
Fréttir af flugi Alþingi Umhverfismál Orkumál Bensín og olía Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira