„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 16:44 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, grínast með að umhverfis- og samgöngunefnd væri að stela málinu sínu. Hún hefur áður lagt fram þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. vísir/Vilhelm Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, mælti fyrir tillögunni en nefndin stendur einróma að baki henni. Í máli Jóns kom fram að ætla megi að rafmagnsflugvélar verði komnar á markað árið 2022. „Það er á næsta ári og því er raunhæft að áætla og hvetja til þess að þróun í átt að notkun umhverfisvænna orkugjafa í innanlandsflugi verði hafin árið 2030 þannig að mögulegt verði að knýja allan flugflotann sem starfræktur verður í innanlandsflugi á komandi árum umhverfisvænum orkugjöfum.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, mælti fyrir tillögunni á Alþingi í dag.vísir/Vilhelm Samhliða þeirri þróun megi ætla að vetnisknúnar vélar sem henti á meðallöngum og löngum flugleiðum líti dagsins ljós. Orkuskiptin muni væntanlega hafa veruleg áhrif á rekstrarkostnað flugvéla og leiða til mikillar lækkunar á flugfargjöldum. Raunhæfara verði því að halda uppi öflugum samgöngum í innanlandsflugi hér á landi. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist eiga von á þverpólitískri samstöðu um málið. „Ég spái því að almenningssamgöngur með þessum vistvænu flugvélum, eða vistvænni flugvélum, verði miklu algengari en nú er og ein af ástæðunum fyrir því er að sjálfsögðu miklu lægri reksturskostnaður.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, vísaði til þess í ræðu sinni að hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál. „Ég gat ekki látið hjá líðast að taka hér til máls, enda háttvirt umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu,“ sagði hún og bætti við að athugasemdin hefði verið „léleg tilraun til djóks.“ Hún fagnaði því að málið væri komið á borð Alþingis. „Það er óhætt að segja að þróunin á þessu sviði sé gríðar hröð og má til marks um það benda á að þegar ég lagði málið mitt fram í fyrra þótti það sæta furðu að verið væri að tala um rafvæðingu flugs, enda væri það eitthvað sem myndi eiga sér stað langt inni í framtíðinni og ekki tímabært að ræða.“ Orkuskipti yrðu bylting í innanlandsflugi og sagðist Albertína binda vonir við að tillagan yrði samþykkt samhljóða síðar í vor. Fréttir af flugi Alþingi Umhverfismál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, mælti fyrir tillögunni en nefndin stendur einróma að baki henni. Í máli Jóns kom fram að ætla megi að rafmagnsflugvélar verði komnar á markað árið 2022. „Það er á næsta ári og því er raunhæft að áætla og hvetja til þess að þróun í átt að notkun umhverfisvænna orkugjafa í innanlandsflugi verði hafin árið 2030 þannig að mögulegt verði að knýja allan flugflotann sem starfræktur verður í innanlandsflugi á komandi árum umhverfisvænum orkugjöfum.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, mælti fyrir tillögunni á Alþingi í dag.vísir/Vilhelm Samhliða þeirri þróun megi ætla að vetnisknúnar vélar sem henti á meðallöngum og löngum flugleiðum líti dagsins ljós. Orkuskiptin muni væntanlega hafa veruleg áhrif á rekstrarkostnað flugvéla og leiða til mikillar lækkunar á flugfargjöldum. Raunhæfara verði því að halda uppi öflugum samgöngum í innanlandsflugi hér á landi. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist eiga von á þverpólitískri samstöðu um málið. „Ég spái því að almenningssamgöngur með þessum vistvænu flugvélum, eða vistvænni flugvélum, verði miklu algengari en nú er og ein af ástæðunum fyrir því er að sjálfsögðu miklu lægri reksturskostnaður.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, vísaði til þess í ræðu sinni að hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál. „Ég gat ekki látið hjá líðast að taka hér til máls, enda háttvirt umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu,“ sagði hún og bætti við að athugasemdin hefði verið „léleg tilraun til djóks.“ Hún fagnaði því að málið væri komið á borð Alþingis. „Það er óhætt að segja að þróunin á þessu sviði sé gríðar hröð og má til marks um það benda á að þegar ég lagði málið mitt fram í fyrra þótti það sæta furðu að verið væri að tala um rafvæðingu flugs, enda væri það eitthvað sem myndi eiga sér stað langt inni í framtíðinni og ekki tímabært að ræða.“ Orkuskipti yrðu bylting í innanlandsflugi og sagðist Albertína binda vonir við að tillagan yrði samþykkt samhljóða síðar í vor.
Fréttir af flugi Alþingi Umhverfismál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira