Enski boltinn

Hayes gæti orðið fyrsta konan sem tekur við ensku karlaliði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emma Hayes gæti orðið fyrsta konan til að taka við karlaliði í ensku deildakeppninni.
Emma Hayes gæti orðið fyrsta konan til að taka við karlaliði í ensku deildakeppninni. getty/Visionhaus

Enska C-deildarliðið AFC Wimbledon íhugar að ráða Emmu Hayes, knattspyrnustjóra Englandsmeistara Chelsea, sem næsta stjóra liðsins.

The Express greinir frá. Ef Hayes tekur við Wimbledon verður hún fyrsta konan til að þjálfa karlalið í ensku deildakeppninni.

Hayes hefur stýrt Chelsea síðan 2012 með frábærum árangri. Undir hennar stjórn hefur liðið þrisvar sinnum orðið Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Chelsea er ósigrað í síðustu 33 deildarleikjum sínum.

Glyn Hodges hætti sem stjóri Wimbledon á laugardaginn eftir 2-0 tap fyrir MK Dons. Wimbledon er í fallsæti í ensku C-deildinni.

Meðal annarra sem hafa verið orðaðir við stjórastarfið hjá Wimbledon eru Sol Campbell, Joey Barton og Ian Holloway.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×