Trump situr á digrum sjóðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 16:00 Þó Donald Trump sé farinn úr Hvíta húsinu er hann ekki hættur í pólitík. Getty/Pete Marovich Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. Þessu safnaði hann á grundvelli stoðlausra ásakana um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Samkvæmt opinberum skjölum sem birt voru um helgina, og Washington Post fjallaði um, hafði ekkert af þessum fjárveitingum runnið til þessara málefna þann 1. janúar. Sjóðurinn hafði eingöngu varið 343 þúsund dölum til fyrirtækisins sem hélt utan um greiðslur í sjóðinn. Þess í stað hefur forsetinn fyrrverandi komið fjárveitingunum fyrir í aðgerðasjóði sínum sem nefnist Save America. Þann sjóð getur hann notað til að halda í áhrif sín innan Repúblikanaflokksins og jafnvel fara aftur í forsetaframboð 2024. Í heildina söfnuðu sjóðir tengdir Trump og Repúblikanaflokknum rúmum 290 milljónum dala eftir kosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Það samsvarar rúmum 37 milljörðum króna. Trump gæti því setið á mun meiri fjármunum sem hann mun geta notað til stjórnmála á næstu árum. Sjá einnig: Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Sjóðir sem Save America tengjast kosningasjóðum stjórnmálamanna vestanhafs ekki beint og eru iðulega notaðir til að fjármagna bandamenn þeirra. Trump getur sum sé ekki notað þann sjóð til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Politico segir sjóðinn, og umfang hans, til marks um það að Trump ætli sér að halda áhrifum sínum innan Repúblikanaflokksins. Hann geti notað Save America til að hjálpa bandamönnum sínum og refsa andstæðingum sínum. Trump er þegar byrjaður að nota Save America gegn Repúblikönum sem hann er ósáttur við. Þar á meðal Er Liz Cheney, þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, en hún greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Demókratar voru einnig í nokkuð góðri stöðu í upphafi ársins. Samkvæmt frétt New York Times átti Landsnefnd Demókrataflokksins um 75 milljónir dala í sjóðum sínum um áramótin. Það þykir sérstaklega merkilegt í ljósi þess að nokkur ár eru síðan Demókrataflokkurinn átti í fjárhagsvandræðum. Repúblikanar hafa á undanförnum árum átt mun meiri peninga en Demókratar. Góð staða Demókrataflokksins gæti hjálpað þeim að halda í meirihluta flokksins í báðum deildum þingsins í kosningunum á næsta ári. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þessu safnaði hann á grundvelli stoðlausra ásakana um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur og til að hjálpa Repúblikanaflokknum við að sigra aukakosningar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Samkvæmt opinberum skjölum sem birt voru um helgina, og Washington Post fjallaði um, hafði ekkert af þessum fjárveitingum runnið til þessara málefna þann 1. janúar. Sjóðurinn hafði eingöngu varið 343 þúsund dölum til fyrirtækisins sem hélt utan um greiðslur í sjóðinn. Þess í stað hefur forsetinn fyrrverandi komið fjárveitingunum fyrir í aðgerðasjóði sínum sem nefnist Save America. Þann sjóð getur hann notað til að halda í áhrif sín innan Repúblikanaflokksins og jafnvel fara aftur í forsetaframboð 2024. Í heildina söfnuðu sjóðir tengdir Trump og Repúblikanaflokknum rúmum 290 milljónum dala eftir kosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Það samsvarar rúmum 37 milljörðum króna. Trump gæti því setið á mun meiri fjármunum sem hann mun geta notað til stjórnmála á næstu árum. Sjá einnig: Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Sjóðir sem Save America tengjast kosningasjóðum stjórnmálamanna vestanhafs ekki beint og eru iðulega notaðir til að fjármagna bandamenn þeirra. Trump getur sum sé ekki notað þann sjóð til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Politico segir sjóðinn, og umfang hans, til marks um það að Trump ætli sér að halda áhrifum sínum innan Repúblikanaflokksins. Hann geti notað Save America til að hjálpa bandamönnum sínum og refsa andstæðingum sínum. Trump er þegar byrjaður að nota Save America gegn Repúblikönum sem hann er ósáttur við. Þar á meðal Er Liz Cheney, þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, en hún greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot í síðasta mánuði. Demókratar voru einnig í nokkuð góðri stöðu í upphafi ársins. Samkvæmt frétt New York Times átti Landsnefnd Demókrataflokksins um 75 milljónir dala í sjóðum sínum um áramótin. Það þykir sérstaklega merkilegt í ljósi þess að nokkur ár eru síðan Demókrataflokkurinn átti í fjárhagsvandræðum. Repúblikanar hafa á undanförnum árum átt mun meiri peninga en Demókratar. Góð staða Demókrataflokksins gæti hjálpað þeim að halda í meirihluta flokksins í báðum deildum þingsins í kosningunum á næsta ári.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira