Enski boltinn

Öryggisgæsla við heimili Martial aukin vegna hótana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anthony Martial í leiknum gegn Arsenal á laugardaginn.
Anthony Martial í leiknum gegn Arsenal á laugardaginn. getty/Charlotte Wilson

Manchester United hefur aukið öryggisgæslu við heimili Anthonys Martial vegna hótana sem honum hafa borist undanfarna daga.

Martial fékk yfir sig holskeflu rasískra ummæla eftir leik United og Sheffield United í síðustu viku.

Eiginkona Frakkans, Melaine, birti í kjölfarið brot af hótununum sem Martial-fjölskyldunni bárust á Instagram. Þar á meðal voru morðhótanir.

Eftir að hótarnirnar bárust óskaði Martial eftir aukinni öryggisgæslu við heimili sitt og United varð við beiðni hans.

Axel Tuanzebe varð einnig fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Sheffield United. Og eftir markalausa jafnteflið við Arsenal í fyrradag varð Marcus Rashford líka fyrir barðinu á rasistum.

United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×