Erlent

Kafteinn Tom Moor­e lagður inn á sjúkra­hús vegna veirunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirusmits.
Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirusmits. EPA-EFE/VICKIE FLORES

Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu.

Moore var sæmdur riddaratign af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag hans til bresku heilsugæslunnar NSH. Hann hafði verið útnefndur til riddaratignar af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í maí í fyrra.

Moore var að sögn dóttur hans fluttur á Bedford sjúkrahúsið vegna erfiðleika við öndun. Hann hefur síðustu tvær vikurnar barist við lungnabólgu en í síðustu greindist hann smitaður af kórónuveirunni.

Kafteininn safnaði síðasta vor áheitum fyrir það að ganga í garðinum heima hjá sér í Marston Moretaine. Hann ætlaði upphaflega að safna þúsund pundum fyrir heilsugæsluna með því að ganga 25 metra langan hring í garðinum. Hann óraði ekki fyrir stuðningnum sem hann átti eftir að fá því meira en ein og hálf milljón manns lagði til fé í söfnunina.


Tengdar fréttir

Kafteinn Tom Moore hlaut riddaratign

Kafteinn Tom Moore hefur verið sæmdur riddaratign af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til bresku heilsugæslunnar NHS.

„Þjóðargersemin“ Kafteinn Moore verður aðlaður

Hinn 100 ára gamli Tom Moore, sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni sem kafteinn í breska hernum og safnaði tæpum sex milljörðum króna til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands (NHS) í apríl mánuði, verður aðlaður af Elísabetu II Bretadrottningu og fær því heiðursriddaranafnbót.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×