Innlent

Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni

Heimir Már Pétursson skrifar
Dagur B. Eggertsson ræðir áhrif skotárása á einkabíl hans og skrifstofur stjórnmálaflokka sem og heiftúðuga umræður í stjórnmálum og á samfélagsmiðlum í Víglínunni á Stöð 2 í dag.
Dagur B. Eggertsson ræðir áhrif skotárása á einkabíl hans og skrifstofur stjórnmálaflokka sem og heiftúðuga umræður í stjórnmálum og á samfélagsmiðlum í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Einar/Stöð 2

Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins.

Vanstillt umræða og falsfréttir á netinu hefur skotið rótum á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Umræðuaðferð sem felst í að lítillækka pólitíska andstæðinga, beygja þá í duftið og gefa í skyn að stjórnmál þeirra helgist af illum kvötum og samsæri gegn landi á þjóð þekkist vel bæði á Alþingi og í borgarstjórn.

Hvort sem samhengi er á milli þessa og skotárása á fjölskyldubíl borgarstjóra og skrifstofur stjórnmálaflokka eða ekki, er ljóst að umhverfi íslenskra stjórnmála hefur breyst.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist staldra við eftir skotárás á einkabíl fjölskyldu hans.Stöð 2/Einar

Dag B. Eggertsson ræðir meðal annars þessi mál í fyrri hluta Víglínunnar. Að auki verður rætt um hvernig borgin hefur brugðist við kórónuveirukreppunni en hún skar sig nokkuð úr öðrum opinberum aðilum með aukningu fjárfestinga í fyrra og ráðgerir að fjárfesta enn meira á þessu ári.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók fyrst kvenna við embætti ríkislögreglustjóra síðast liðið vor eftir langa setu forvera hennar í embætti. Hún verður síðari gestur Víglínunnar í dag og ræðir meðal annars nýlegar árásir á bíl borgarstjóra og skrifstofur stjórnmálaflokka.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir mikilvægt að lögreglan haldi uppi samtali við alla þjóðfélagshópa af ólíkum uppruna. Ísland sé ekkert öðruvísi en hin Norðurlöndin þar sem mesta hryðjuverkaógnin sé að öllum líkindum innan frá.Stöð 2/Einar

Áður var Sigríður Björk lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Þar innleiddi hún aðferðir sem hún hafði þróað með embætti lögreglunnar í Reykjanesbæ varðandi heimilisofbeldi og setti þau mál í forgang.

Í nýlegri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að vegna skorts á frumkvæðislöggæslu eigi lögreglan við alvarlegan þekkingarbrest að ræða þegar kemur að vörnum gegn hryðjuverkum. En dæmin frá hinum Norðurlöndunum sýna að hryðjuverkaógnin getur legið innanlands hjá hvítum öfgamönnum rétt eins og islamistum eða öðrum hópum í utan landamæranna.

Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40.


Tengdar fréttir

Hefur áhyggjur af því að fólk hætti að þora að tjá sig

Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segir hljóðið í félagsmönnum þungt eftir að skotið var á bíl borgarstjóra. Hún hefur áhyggjur af því atvikið leiði til þess að fólk hætti að þora að tjá sínar skoðanir.

Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar

Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.