Innlent

Skot­á­rás á bíl borgar­stjóra og um­ræðan á netinu í Sprengi­sandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur á Bylgjunni er á dagskrá frá klukkan tíu til tólf, líkt og aðra sunnudaga.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er fyrstur viðmælenda og ræðir um utanríkisstefnu Íslendinga sem hann hefur verið að skerpa á undanfarin ár, hnika til áherslum og verkefnum. Þá verður líka rætt um þá ákvörðun Íslendinga að fallast ekki á samþykkt Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og eitt og annað í innlendri pólitík.

Þær Helga J. Bjarnadóttir og Ingunn Kro eru stjórnarmenn í Votlendissjóðnum og þær ætla að fjalla um endurheimt votlendis sem á að vera allra meina bót í loftslagsmálunum.

Svo koma Kristrún Heimisdóttir og Björn Ingi Hrafnsson og ræða skotárásina á bíl borgarstjórans í Reykjavík og umræðu um stjórnmálamenn á netinu.

Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur fjallar þá eignatilfærsluna sem er að verða á tímum Covid, um annmarka og/eða kosti við sölu á 35 prósenta hlut í Íslandsbanka og hvernig eigi að fara með skuldir í bankanum sem hafa verið í frystingu.

Hlusta má á Sprengisand í beinni útsendingu á Bylgjunni eða í spilaranum hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×