Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 19:01 Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. vísir/Sigurjón Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýni úr leghálsskimunum í nóvember og þegar skimanir færðust yfir til heilsugæslunnar um áramótin voru tvö þúsund sýni sem þegar höfðu verið tekin send í pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Nú hefur verið undirritaður skammtímasamningur við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á þessum sýnum. Gert er ráð fyrir að langtímasamningur verði undirritaður í næstu viku. Héðan í frá verða því öll sýni fullrannsökuð þar. Um eitt þúsund af eldri sýnunum hafa nú verið send á rannsóknarstofuna. Enn er þó vandi fyrir höndum þar sem rannsóknarstofan notar minni sýnatökuglös en Krabbmeinsfélagið gerði. Rannsóknarstofan í Danmörku notar minni glösin en Krabbameinsfélagið notaði stærri glösin.vísir/Sigurjón Stóru glösin passa ekki í rannsóknartæki stofunnar til fullgreiningar og skoðun á þessum sýnum mun því ekki leiða í ljós hvort kona sé með frumubreytingar sem geta valdið krabbameini. „Það er ekki hægt að fullrannsaka þau. Þau verða bara HPV mæld og þær konur sem eru með HPV veiruna þurfa því að koma aftur eftir þrjá mánuði til að sjá hvort þær séu enn með hana,” segir Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Hluti kvennnanna þarf því að koma aftur í sýnatöku. Einnig er mögulegt að hluti sýnanna tilheyri konum sem höfðu þegar mætt í endurkomu, vita nú þegar að þær eru með HPV veiruna og biðu eftir niðurstöðu varðandi frumubreytingar. Heilsugæslan hefur ákveðið að bjóða konum sem þurfa að koma aftur vegna þessa ókeypis sýnatöku. Krabbameinsleit í leghálsi var um áramótin færð frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar.vísir/Vilhelm „Það hefði alveg verið hægt að rannsaka þessi sýni hérna heima. Landspítalinn hefði getað HPV mælt þessi sýni hérna heima og það hefði veirð hægt að nýta frumurannsóknarstofu Landspítalans til þess og klára þessi mál hjá Krabbameinsfélaginu,” segir Kristján. „Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að það hafi ekki verið gert og skil ekki af hverju það var skilið svona við. Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka.” Hefði heilsugæslan ekki getað sent þessi sýni eitthvert annað? „Það hefði sjálfsagt verið hægt að HPV mæla þau hvar sem er. En það sem hefur tafið þetta ferli allt saman er ekki síst covid, bæði hér á landi og ekki síst í Danmörku. Fólk hefur verið upptekið við covid, einnig lögfræðingar sem sjá um alla samningagerð, og það er skýringin á þessum töfum.” Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýni úr leghálsskimunum í nóvember og þegar skimanir færðust yfir til heilsugæslunnar um áramótin voru tvö þúsund sýni sem þegar höfðu verið tekin send í pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Nú hefur verið undirritaður skammtímasamningur við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á þessum sýnum. Gert er ráð fyrir að langtímasamningur verði undirritaður í næstu viku. Héðan í frá verða því öll sýni fullrannsökuð þar. Um eitt þúsund af eldri sýnunum hafa nú verið send á rannsóknarstofuna. Enn er þó vandi fyrir höndum þar sem rannsóknarstofan notar minni sýnatökuglös en Krabbmeinsfélagið gerði. Rannsóknarstofan í Danmörku notar minni glösin en Krabbameinsfélagið notaði stærri glösin.vísir/Sigurjón Stóru glösin passa ekki í rannsóknartæki stofunnar til fullgreiningar og skoðun á þessum sýnum mun því ekki leiða í ljós hvort kona sé með frumubreytingar sem geta valdið krabbameini. „Það er ekki hægt að fullrannsaka þau. Þau verða bara HPV mæld og þær konur sem eru með HPV veiruna þurfa því að koma aftur eftir þrjá mánuði til að sjá hvort þær séu enn með hana,” segir Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Hluti kvennnanna þarf því að koma aftur í sýnatöku. Einnig er mögulegt að hluti sýnanna tilheyri konum sem höfðu þegar mætt í endurkomu, vita nú þegar að þær eru með HPV veiruna og biðu eftir niðurstöðu varðandi frumubreytingar. Heilsugæslan hefur ákveðið að bjóða konum sem þurfa að koma aftur vegna þessa ókeypis sýnatöku. Krabbameinsleit í leghálsi var um áramótin færð frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar.vísir/Vilhelm „Það hefði alveg verið hægt að rannsaka þessi sýni hérna heima. Landspítalinn hefði getað HPV mælt þessi sýni hérna heima og það hefði veirð hægt að nýta frumurannsóknarstofu Landspítalans til þess og klára þessi mál hjá Krabbameinsfélaginu,” segir Kristján. „Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að það hafi ekki verið gert og skil ekki af hverju það var skilið svona við. Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka.” Hefði heilsugæslan ekki getað sent þessi sýni eitthvert annað? „Það hefði sjálfsagt verið hægt að HPV mæla þau hvar sem er. En það sem hefur tafið þetta ferli allt saman er ekki síst covid, bæði hér á landi og ekki síst í Danmörku. Fólk hefur verið upptekið við covid, einnig lögfræðingar sem sjá um alla samningagerð, og það er skýringin á þessum töfum.”
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent