Öflugur útisigur Leeds

Anton Ingi Leifsson skrifar
Afar flottur sigur Leeds sem hefndi ófaranna frá því í fyrri leiknum gegn Leicester.
Afar flottur sigur Leeds sem hefndi ófaranna frá því í fyrri leiknum gegn Leicester. Tim Keeton/Getty

Leeds vann 3-1 sigur á Leicester í stórskemmtilegum leik í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var annar sigur Leeds í röð eftir að hafa tapað tveim í röð þar á undan en jafnframt fyrsta tap Leicester í síðustu tíu leikjum.

Það voru liðnar þrettán mínútur er fyrsta markið kom. James Maddison kom þá boltanum á Harvey Barnes sem skoraði með góðu skoti en sú forysta stóð ekki lengi.

Einungis 129 sekúndum síðar höfðu gestirnir jafnað. Eftir flotta sókn skoraði Stuart Dallas með góðu skoti og allt var jafnt á ný.

Bæði lið skoruðu eitt mark til viðbótar í fyrri hálfleiknum en þau voru bæði dæmd af vegna rangstöðu eftir skoðun í VARsjánni. 1-1 í leikhléi.

Annað mark Leeds kom tuttugu mínútum fyrir leikslok. Raphinha fann þá Patrick Bamford sem var ekki rangstæður og þrumufleygur hans söng í netinu framhjá varnarlausum Kasper Schmeichel.

Fimm mínútum fyrir leikslok afgreiddi Leeds leikinn. Patrick Bamford var sloppinn einn í gegn en var með Jack Harrison sér við hlið. Bamford kom boltanum á hann og Harrison skoraði í autt markið. Lokatölur 3-1.

Leeds er eftir sigurinn í tólfta sætinu með 29 stig en Leicester missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni.

Þeir eru með 39 stig, fimm stigum frá toppliði Man. City og tveimur stigum frá Man. United sem er í öðru sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira