Enski boltinn

Matip líklega alvarlega meiddur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joël Matip hefur verið afar óheppinn með meiðsli.
Joël Matip hefur verið afar óheppinn með meiðsli. getty/Marc Atkins

Eftir sigurinn á Tottenham í gær sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, að varnarmaðurinn Joël Matip væri alvarlega meiddur.

Mikil meiðsli hafa herjað á varnarlínu Liverpool á tímabilinu. Virgil van Dijk og Joe Gomez hafa verið frá nánast í allan vetur og þá er Matip reglulegur gestur á meiðslalistanum. Hann þurfti einmitt að fara af velli gegn Tottenham í gær eftir að hafa meiðst á ökkla.

„Staðan er ótrúlega skrítin. Við sjáum hvað við gerum en þetta hjálpar ekki. Þetta lítur út fyrir að vera alvarlegt,“ sagði Klopp eftir leikinn.

Þrátt fyrir öll meiðslin í varnarlínunni er óvíst hvort Liverpool kaupi varnarmann áður en félagaskiptaglugganum verður lokað.

„Ef þú veist um miðvörð á hagstæðu verði sem hentar okkur sendu mér þá skilaboð,“ sagði Klopp við fréttamann BT Sport eftir leikinn.

„Við höfum hugsað um þetta en þetta snýst um að gera rétt. Við þurfum að finna rétta leikmanninn.“

Sigurinn í gær var fyrsti sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2021.


Tengdar fréttir

„Við áttum þetta skilið“

Trent Alexander-Arnold skoraði og lagði upp er Englandsmeistarar Liverpool unnu sinn fyrsta leik á árinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið heimsótti Tottenham Hotspur. Hann segir Liverpool hafa átt 3-1 sigurinn skilið.

Loks vann Liverpool leik

Liverpool vann Tottenham Hotspur 3-1 á útivelli í kvöld er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur Liverpool síðan liðið vann Crystal Palace 7-0 á útivelli þann 19. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×