Útkallið barst um klukkan tíu mínútur í ellefu. Slökkvilið, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru strax á vettvang og veginum var lokað um stund, að sögn Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra.
Sjúkraflutningamenn aðstoðuðu manninn út úr bílnum og ekki þurfti að beita klippum. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi en ekki er vitað um líðan hans.
Vegurinn hefur nú aftur verið opnaður fyrir umferð. Þá er bíllinn töluvert skemmdur, að sögn Péturs, en lögregla sér um að fjarlægja hann af vettvangi.
Fréttin vvar uppfærð klukkan 23:37.