„Þarf ekki mikið til svo að umræðan snúist“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2021 13:30 Kolbeinn Sigþórsson í umspilsleiknum gegn Rúmeníu síðasta haust þar sem Ísland vann 2-1 sigur og komst í úrslitaleik um sæti á EM. VÍSIR/VILHELM Kolbeinn Sigþórsson er staðráðinn í að bæta við fleiri mörkum fyrir íslenska landsliðið og ætlar ekki að láta skoðanir fólks, þar á meðal stjórnarmanns KSÍ, trufla sig í að bæta markamet liðsins. Kolbeinn er þrítugur og hefur skorað 26 mörk í 60 landsleikjum, og deilir því markametinu með Eiði Smára Guðjohnsen. Síðasta landsliðsmark Kolbeins kom gegn Andorra haustið 2019, en hann var langt frá sínu besta á síðasta ári og skoraði hvorki mark fyrir AIK né íslenska landsliðið, eftir að hafa ítrekað glímt við meiðsli. Kolbeinn lék samtals 40 mínútur í þremur mótsleikjum með landsliðinu í október síðastliðnum en eftir 2-1 sigurinn gegn Rúmeníu skrifaði Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður KSÍ, færslu á Twitter þar sem hann velti því upp hvort landsliðsferli Kolbeins væri lokið. Að mögulega hefði Kolbeinn misst af lestinni. Taldi mig gera það vel en svo hefur fólk sínar skoðanir „Ég var ekki í nógu góðu standi, því ég var ekki búinn að spila nóg. Það var vitað,“ segir Kolbeinn við Vísi. Hann var meiddur á undirbúningstímabilinu í fyrra og meiðsli gerðu honum erfitt fyrir allt síðasta ár. „Það var litið á það þannig að ég væri ekki að fara að spila mér í 90 mínútur [í landsleikjunum síðasta haust], en að ég gæti komið inn á og breytt hlutunum ef þess þyrfti. Ég taldi mig gera það vel, þó að það væru ekki margar mínútur, en svo hefur fólk bara sínar skoðanir. Þetta voru fyrstu leikirnir mínir frá landsleikjunum 2019, þegar ég var markahæsti leikmaður undankeppninnar, svo það þarf ekki mikið til svo að umræðan snúist við.“ Stefnir á HM-leikina í mars Kolbeinn var í gær kynntur sem nýr leikmaður IFK Gautaborgar. Hann vill ólmur komast í sitt besta form með nýja liðinu og ætlar sér að vera í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar, sem mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein ytra í lok mars, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM í Katar. „Það er mitt markmið að vera klár í þá leiki. Ég er að byrja fyrstu vikuna hér með Gautaborg og fæ þá skýra mynd af því hvar ég stend, eftir að hafa verið í fríi í mánuð. Gautaborg á leiki í lok febrúar og vonandi næ ég þeim, og verð kominn á gott ról í mars. Það er mín stefna, ég er heill eins og staðan er núna og þegar manni líður vel þá er maður bjartsýnn. Núna er það bara „go for it“,“ segir Kolbeinn. Arnar og Eiður með sinn stíl sem hefur komið mjög vel út Honum líst vel á nýja þjálfarateymið en Arnar Þór verður með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar líkt og hjá U21-landsliðinu sem þeir hafa stýrt síðustu ár. „Ég held að þetta hafi verið mjög góð ákvörðun hjá KSÍ. Ég hef sest niður með þeim og rætt við þá báða, og líst mjög vel á það sem þeir eru að fara að gera. Þeir eru með sinn stíl, sem þeir hafa sýnt í U21-landsliðinu og hefur komið mjög vel út. Þeir eru ólíkir og mynda gott teymi. Ég held að það nýtist okkur að hafa Eið þarna, sem þekkir okkur leikmennina og veit hvað þarf, eftir að hafa verið inni í þessu öllu með Lars og Heimi,“ segir Kolbeinn, sem veit að hann getur fallið vel að stíl nýja þjálfarans: „Svo lengi sem að ég er í formi og heill þá er ég valmöguleiki eins og hver annar. Það er það sem skiptir máli; að vera „toppfit“ og sýna það. Þá er ekki verið að pæla í neinu öðru.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Endurræsir ferilinn í Gautaborg eftir „gríðarleg vonbrigði“ „Ég veit að ef ég stend mig vel hérna er þetta gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, annar af markahæstu landsliðsmönnum Íslands í fótbolta frá upphafi, sem orðinn er leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð. 28. janúar 2021 10:01 Kolbeinn búinn að finna sér nýtt lið Kolbeinn Sigþórsson hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Gautaborg til eins árs. 27. janúar 2021 08:16 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Kolbeinn er þrítugur og hefur skorað 26 mörk í 60 landsleikjum, og deilir því markametinu með Eiði Smára Guðjohnsen. Síðasta landsliðsmark Kolbeins kom gegn Andorra haustið 2019, en hann var langt frá sínu besta á síðasta ári og skoraði hvorki mark fyrir AIK né íslenska landsliðið, eftir að hafa ítrekað glímt við meiðsli. Kolbeinn lék samtals 40 mínútur í þremur mótsleikjum með landsliðinu í október síðastliðnum en eftir 2-1 sigurinn gegn Rúmeníu skrifaði Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður KSÍ, færslu á Twitter þar sem hann velti því upp hvort landsliðsferli Kolbeins væri lokið. Að mögulega hefði Kolbeinn misst af lestinni. Taldi mig gera það vel en svo hefur fólk sínar skoðanir „Ég var ekki í nógu góðu standi, því ég var ekki búinn að spila nóg. Það var vitað,“ segir Kolbeinn við Vísi. Hann var meiddur á undirbúningstímabilinu í fyrra og meiðsli gerðu honum erfitt fyrir allt síðasta ár. „Það var litið á það þannig að ég væri ekki að fara að spila mér í 90 mínútur [í landsleikjunum síðasta haust], en að ég gæti komið inn á og breytt hlutunum ef þess þyrfti. Ég taldi mig gera það vel, þó að það væru ekki margar mínútur, en svo hefur fólk bara sínar skoðanir. Þetta voru fyrstu leikirnir mínir frá landsleikjunum 2019, þegar ég var markahæsti leikmaður undankeppninnar, svo það þarf ekki mikið til svo að umræðan snúist við.“ Stefnir á HM-leikina í mars Kolbeinn var í gær kynntur sem nýr leikmaður IFK Gautaborgar. Hann vill ólmur komast í sitt besta form með nýja liðinu og ætlar sér að vera í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar, sem mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein ytra í lok mars, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM í Katar. „Það er mitt markmið að vera klár í þá leiki. Ég er að byrja fyrstu vikuna hér með Gautaborg og fæ þá skýra mynd af því hvar ég stend, eftir að hafa verið í fríi í mánuð. Gautaborg á leiki í lok febrúar og vonandi næ ég þeim, og verð kominn á gott ról í mars. Það er mín stefna, ég er heill eins og staðan er núna og þegar manni líður vel þá er maður bjartsýnn. Núna er það bara „go for it“,“ segir Kolbeinn. Arnar og Eiður með sinn stíl sem hefur komið mjög vel út Honum líst vel á nýja þjálfarateymið en Arnar Þór verður með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar líkt og hjá U21-landsliðinu sem þeir hafa stýrt síðustu ár. „Ég held að þetta hafi verið mjög góð ákvörðun hjá KSÍ. Ég hef sest niður með þeim og rætt við þá báða, og líst mjög vel á það sem þeir eru að fara að gera. Þeir eru með sinn stíl, sem þeir hafa sýnt í U21-landsliðinu og hefur komið mjög vel út. Þeir eru ólíkir og mynda gott teymi. Ég held að það nýtist okkur að hafa Eið þarna, sem þekkir okkur leikmennina og veit hvað þarf, eftir að hafa verið inni í þessu öllu með Lars og Heimi,“ segir Kolbeinn, sem veit að hann getur fallið vel að stíl nýja þjálfarans: „Svo lengi sem að ég er í formi og heill þá er ég valmöguleiki eins og hver annar. Það er það sem skiptir máli; að vera „toppfit“ og sýna það. Þá er ekki verið að pæla í neinu öðru.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Endurræsir ferilinn í Gautaborg eftir „gríðarleg vonbrigði“ „Ég veit að ef ég stend mig vel hérna er þetta gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, annar af markahæstu landsliðsmönnum Íslands í fótbolta frá upphafi, sem orðinn er leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð. 28. janúar 2021 10:01 Kolbeinn búinn að finna sér nýtt lið Kolbeinn Sigþórsson hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Gautaborg til eins árs. 27. janúar 2021 08:16 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Endurræsir ferilinn í Gautaborg eftir „gríðarleg vonbrigði“ „Ég veit að ef ég stend mig vel hérna er þetta gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, annar af markahæstu landsliðsmönnum Íslands í fótbolta frá upphafi, sem orðinn er leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð. 28. janúar 2021 10:01
Kolbeinn búinn að finna sér nýtt lið Kolbeinn Sigþórsson hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Gautaborg til eins árs. 27. janúar 2021 08:16