Endurræsir ferilinn í Gautaborg eftir „gríðarleg vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2021 10:01 Kolbeinn Sigþórsson í búningi IFK Gautaborgar. ifkgoteborg.se „Ég veit að ef ég stend mig vel hérna er þetta gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, annar af markahæstu landsliðsmönnum Íslands í fótbolta frá upphafi, sem orðinn er leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð. Kolbeinn ræddi við Vísi í gærkvöld eftir að hafa verið kynntur sem nýjasti framherji Gautaborgarliðsins. Hann vonast til að spila sína fyrstu leiki fyrir liðið eftir mánuð. Kolbeinn kemur til Gautaborgar eftir tvö ár hjá öðru sænsku félagi, AIK. Ár sem Kolbeinn lýsir sem gríðarlegum vonbrigðum. Íslendingar þekkja Kolbein auðvitað sem algjöra markavél – hann deilir markametinu í landsliðinu (26 mörk) með Eiði Smára Guðjohnsen – en á COVID-árinu 2020 skoraði hann hvorki fyrir AIK né landsliðið: Situr í mér að hafa ekki skorað neitt mark „Ég skoraði ekki neitt mark á síðasta ári og auðvitað situr það í mér. Hungrið er til staðar og þessu vil ég breyta. Byggja mig upp þannig að ég sé í mínu besta formi og geti breytt leikjum fyrir mitt lið. Gautaborgarliðið hefur sýnt að ætlunin er að byggja mig upp þannig að ég komist í mitt besta stand, ekki flýta sér of mikið og taka áhættur, og þá er allt opið,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn, sem verður 31 árs í mars, lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði AIK í fyrra en kom 13 sinnum inn á sem varamaður. Á fyrra ári sínu hjá félaginu skoraði hann þrjú mörk í 17 deildarleikjum. Líkt og fyrr á ferli Kolbeins, sem ekki hefur náð því flugi sem vonir stóðu til þegar hann var framherji Ajax og síðar ein af stjörnum Íslands á EM 2016, gerðu meiðsli honum afar erfitt fyrir. Kolbeinn Sigþórsson lýsir tímanum hjá AIK sem gríðarlegum vonbrigðum. „Þessi tvö ár hjá AIK eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég lenti í allt of miklum meiðslum, bakslag eftir bakslag, og náði mér aldrei í það form að ég gæti spilað með þeim gæðum sem ég hef til að nýtast liðinu. Svo má líka segja að við spiluðum mikinn varnarbolta, svo að þegar maður spilaði þá fékk maður ekki eins mörg færi og maður vildi. En þetta snýst um að vera heill, í toppformi og að spila vel, og það gekk ekki upp þarna. Svo lengi sem að ég kemst í form, spila í liði sem að vill spila í gegnum framherjann og nýta hann, er ég bjartsýnn á að koma til baka og sýna mitt rétta andlit,“ segir Kolbeinn. Dýrkeypt að missa af undirbúningstímabilinu Eftir að hafa tryggt Íslandi sigur gegn Englandi á EM 2016 spilaði Kolbeinn varla keppnisleik fyrr en hann kom til AIK 2019, bæði vegna alvarlegra meiðsla þegar hann var nýkominn að láni til Galatasaray í Tyrklandi, og vegna deilu við eiganda Nantes í Frakklandi. „Ég kom úr mjög erfiðum meiðslum eftir þetta „Galatasaray-ævintýri“ þar sem ég var frá keppni í eitt og hálft ár. Ég átti svo sem fínt „kombakk“-ár 2019 með AIK, var kominn í fínt stand og byrjaður að skora með landsliðinu líka. Þetta leit mjög vel út. En í fyrra missti ég svo af öllu undirbúningstímabilinu, hoppaði í raun inn í fyrsta leik á tímabilinu án þess að hafa byggt líkamann upp fyrir það, og það hefur mikil áhrif. Eftir það komu meiðsli eftir meiðsli, og þá nær maður ekkert að sýna það sem krafist er af manni,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markametið með landsliðinu með þessu marki gegn Andorra.VÍSIR/VILHELM Fyrir fáeinum árum var IFK Gautaborg eitt albesta lið Svíþjóðar og barðist um sænska meistaratitilinn ár eftir ár. Í fyrra endaði liðið hins vegar í 12. sæti, eftir að hafa verið í fallbaráttu, og Kolbeinn segir alveg ljóst að stefnan sé sett mun hærra hjá forráðamönnum félagsins sem áður hafa reynt að fá Kolbein: Sýnt áhuga í langan tíma „Þeir hafa sýnt mér áhuga síðan 2017-2018. Eftir tímann hjá Galatasaray, þegar ég var meiddur, vildu þeir fá mig en ég var efins á þeim tíma varðandi það að byggja hnéð upp aftur á gervigrasi. Þess vegna tók ég ekki þann slag því ég vildi frekar vera á grasi og í hita. Þeir hafa sýnt áhuga á að fá mig síðan þá, gerðu það aftur núna í janúar og mér fannst þetta rétt skref fyrir mig á þessum tímapunkti. Þetta er félag sem á að vera mikið hærra á töflunni, við toppinn. Þetta er þannig klúbbur og það heillar mig. Ég er spenntur fyrir að fá að vera með því Ég þekki klúbbinn bara af góðu. Íslendingarnir sem hafa verið hérna tala bara vel um hann og þetta er toppklúbbur hér í Skandinavíu. Þeir eru búnir að hreinsa aðeins til eftir síðasta tímabil og eru að byggja upp í kringum liðið. Þeir vildu fá inn framherja sem þeir vilja nota mikið, sem hefur ákveðin gildi, og ég er bara mjög sáttur með hvernig þeir leggja þetta upp,“ segir Kolbeinn. Tilboð héðan og þaðan í heiminum en vildi vera nálægt Íslandi Á meðal þeirra Íslendinga sem hafa leikið með IFK Gautaborg er Hjálmar Jónsson en þessi fyrrverandi Egilsstaðabúi lék allan sinn atvinnumannsferil, frá 2002-2016, með liðinu og starfar enn hjá félaginu: „Jú, goðsögnin er hérna. Hann er með U19-liðið. Ég talaði líka við Ragga Sig sem hefur verið hérna, og fleiri sem ég þekki, og þeir báru allir félaginu vel söguna,“ segir Kolbeinn. Aðspurður hvort fleira hafi komið til greina en að ganga í raðir IFK Gautaborgar segir Kolbeinn: „Það voru einhverjir kostir í stöðunni, hér og þar út um heim, en ekkert sem var það áhugavert að mig langaði að taka þann slag. Ég vildi vera eins nálægt Íslandi og hægt var, og hugsaði með mér að fengi ég góðan kost á Norðurlöndunum eða þar nálægt í Evrópu, þá myndi ég kjósa það. Sú varð raunin.“ Síðari hluti viðtalsins, þar sem Kolbeinn ræðir um íslenska landsliðið, kemur inn hér á Vísi síðar í dag. Sænski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Kolbeinn ræddi við Vísi í gærkvöld eftir að hafa verið kynntur sem nýjasti framherji Gautaborgarliðsins. Hann vonast til að spila sína fyrstu leiki fyrir liðið eftir mánuð. Kolbeinn kemur til Gautaborgar eftir tvö ár hjá öðru sænsku félagi, AIK. Ár sem Kolbeinn lýsir sem gríðarlegum vonbrigðum. Íslendingar þekkja Kolbein auðvitað sem algjöra markavél – hann deilir markametinu í landsliðinu (26 mörk) með Eiði Smára Guðjohnsen – en á COVID-árinu 2020 skoraði hann hvorki fyrir AIK né landsliðið: Situr í mér að hafa ekki skorað neitt mark „Ég skoraði ekki neitt mark á síðasta ári og auðvitað situr það í mér. Hungrið er til staðar og þessu vil ég breyta. Byggja mig upp þannig að ég sé í mínu besta formi og geti breytt leikjum fyrir mitt lið. Gautaborgarliðið hefur sýnt að ætlunin er að byggja mig upp þannig að ég komist í mitt besta stand, ekki flýta sér of mikið og taka áhættur, og þá er allt opið,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn, sem verður 31 árs í mars, lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði AIK í fyrra en kom 13 sinnum inn á sem varamaður. Á fyrra ári sínu hjá félaginu skoraði hann þrjú mörk í 17 deildarleikjum. Líkt og fyrr á ferli Kolbeins, sem ekki hefur náð því flugi sem vonir stóðu til þegar hann var framherji Ajax og síðar ein af stjörnum Íslands á EM 2016, gerðu meiðsli honum afar erfitt fyrir. Kolbeinn Sigþórsson lýsir tímanum hjá AIK sem gríðarlegum vonbrigðum. „Þessi tvö ár hjá AIK eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég lenti í allt of miklum meiðslum, bakslag eftir bakslag, og náði mér aldrei í það form að ég gæti spilað með þeim gæðum sem ég hef til að nýtast liðinu. Svo má líka segja að við spiluðum mikinn varnarbolta, svo að þegar maður spilaði þá fékk maður ekki eins mörg færi og maður vildi. En þetta snýst um að vera heill, í toppformi og að spila vel, og það gekk ekki upp þarna. Svo lengi sem að ég kemst í form, spila í liði sem að vill spila í gegnum framherjann og nýta hann, er ég bjartsýnn á að koma til baka og sýna mitt rétta andlit,“ segir Kolbeinn. Dýrkeypt að missa af undirbúningstímabilinu Eftir að hafa tryggt Íslandi sigur gegn Englandi á EM 2016 spilaði Kolbeinn varla keppnisleik fyrr en hann kom til AIK 2019, bæði vegna alvarlegra meiðsla þegar hann var nýkominn að láni til Galatasaray í Tyrklandi, og vegna deilu við eiganda Nantes í Frakklandi. „Ég kom úr mjög erfiðum meiðslum eftir þetta „Galatasaray-ævintýri“ þar sem ég var frá keppni í eitt og hálft ár. Ég átti svo sem fínt „kombakk“-ár 2019 með AIK, var kominn í fínt stand og byrjaður að skora með landsliðinu líka. Þetta leit mjög vel út. En í fyrra missti ég svo af öllu undirbúningstímabilinu, hoppaði í raun inn í fyrsta leik á tímabilinu án þess að hafa byggt líkamann upp fyrir það, og það hefur mikil áhrif. Eftir það komu meiðsli eftir meiðsli, og þá nær maður ekkert að sýna það sem krafist er af manni,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markametið með landsliðinu með þessu marki gegn Andorra.VÍSIR/VILHELM Fyrir fáeinum árum var IFK Gautaborg eitt albesta lið Svíþjóðar og barðist um sænska meistaratitilinn ár eftir ár. Í fyrra endaði liðið hins vegar í 12. sæti, eftir að hafa verið í fallbaráttu, og Kolbeinn segir alveg ljóst að stefnan sé sett mun hærra hjá forráðamönnum félagsins sem áður hafa reynt að fá Kolbein: Sýnt áhuga í langan tíma „Þeir hafa sýnt mér áhuga síðan 2017-2018. Eftir tímann hjá Galatasaray, þegar ég var meiddur, vildu þeir fá mig en ég var efins á þeim tíma varðandi það að byggja hnéð upp aftur á gervigrasi. Þess vegna tók ég ekki þann slag því ég vildi frekar vera á grasi og í hita. Þeir hafa sýnt áhuga á að fá mig síðan þá, gerðu það aftur núna í janúar og mér fannst þetta rétt skref fyrir mig á þessum tímapunkti. Þetta er félag sem á að vera mikið hærra á töflunni, við toppinn. Þetta er þannig klúbbur og það heillar mig. Ég er spenntur fyrir að fá að vera með því Ég þekki klúbbinn bara af góðu. Íslendingarnir sem hafa verið hérna tala bara vel um hann og þetta er toppklúbbur hér í Skandinavíu. Þeir eru búnir að hreinsa aðeins til eftir síðasta tímabil og eru að byggja upp í kringum liðið. Þeir vildu fá inn framherja sem þeir vilja nota mikið, sem hefur ákveðin gildi, og ég er bara mjög sáttur með hvernig þeir leggja þetta upp,“ segir Kolbeinn. Tilboð héðan og þaðan í heiminum en vildi vera nálægt Íslandi Á meðal þeirra Íslendinga sem hafa leikið með IFK Gautaborg er Hjálmar Jónsson en þessi fyrrverandi Egilsstaðabúi lék allan sinn atvinnumannsferil, frá 2002-2016, með liðinu og starfar enn hjá félaginu: „Jú, goðsögnin er hérna. Hann er með U19-liðið. Ég talaði líka við Ragga Sig sem hefur verið hérna, og fleiri sem ég þekki, og þeir báru allir félaginu vel söguna,“ segir Kolbeinn. Aðspurður hvort fleira hafi komið til greina en að ganga í raðir IFK Gautaborgar segir Kolbeinn: „Það voru einhverjir kostir í stöðunni, hér og þar út um heim, en ekkert sem var það áhugavert að mig langaði að taka þann slag. Ég vildi vera eins nálægt Íslandi og hægt var, og hugsaði með mér að fengi ég góðan kost á Norðurlöndunum eða þar nálægt í Evrópu, þá myndi ég kjósa það. Sú varð raunin.“ Síðari hluti viðtalsins, þar sem Kolbeinn ræðir um íslenska landsliðið, kemur inn hér á Vísi síðar í dag.
Sænski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira