„Þarf ekki mikið til svo að umræðan snúist“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2021 13:30 Kolbeinn Sigþórsson í umspilsleiknum gegn Rúmeníu síðasta haust þar sem Ísland vann 2-1 sigur og komst í úrslitaleik um sæti á EM. VÍSIR/VILHELM Kolbeinn Sigþórsson er staðráðinn í að bæta við fleiri mörkum fyrir íslenska landsliðið og ætlar ekki að láta skoðanir fólks, þar á meðal stjórnarmanns KSÍ, trufla sig í að bæta markamet liðsins. Kolbeinn er þrítugur og hefur skorað 26 mörk í 60 landsleikjum, og deilir því markametinu með Eiði Smára Guðjohnsen. Síðasta landsliðsmark Kolbeins kom gegn Andorra haustið 2019, en hann var langt frá sínu besta á síðasta ári og skoraði hvorki mark fyrir AIK né íslenska landsliðið, eftir að hafa ítrekað glímt við meiðsli. Kolbeinn lék samtals 40 mínútur í þremur mótsleikjum með landsliðinu í október síðastliðnum en eftir 2-1 sigurinn gegn Rúmeníu skrifaði Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður KSÍ, færslu á Twitter þar sem hann velti því upp hvort landsliðsferli Kolbeins væri lokið. Að mögulega hefði Kolbeinn misst af lestinni. Taldi mig gera það vel en svo hefur fólk sínar skoðanir „Ég var ekki í nógu góðu standi, því ég var ekki búinn að spila nóg. Það var vitað,“ segir Kolbeinn við Vísi. Hann var meiddur á undirbúningstímabilinu í fyrra og meiðsli gerðu honum erfitt fyrir allt síðasta ár. „Það var litið á það þannig að ég væri ekki að fara að spila mér í 90 mínútur [í landsleikjunum síðasta haust], en að ég gæti komið inn á og breytt hlutunum ef þess þyrfti. Ég taldi mig gera það vel, þó að það væru ekki margar mínútur, en svo hefur fólk bara sínar skoðanir. Þetta voru fyrstu leikirnir mínir frá landsleikjunum 2019, þegar ég var markahæsti leikmaður undankeppninnar, svo það þarf ekki mikið til svo að umræðan snúist við.“ Stefnir á HM-leikina í mars Kolbeinn var í gær kynntur sem nýr leikmaður IFK Gautaborgar. Hann vill ólmur komast í sitt besta form með nýja liðinu og ætlar sér að vera í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar, sem mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein ytra í lok mars, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM í Katar. „Það er mitt markmið að vera klár í þá leiki. Ég er að byrja fyrstu vikuna hér með Gautaborg og fæ þá skýra mynd af því hvar ég stend, eftir að hafa verið í fríi í mánuð. Gautaborg á leiki í lok febrúar og vonandi næ ég þeim, og verð kominn á gott ról í mars. Það er mín stefna, ég er heill eins og staðan er núna og þegar manni líður vel þá er maður bjartsýnn. Núna er það bara „go for it“,“ segir Kolbeinn. Arnar og Eiður með sinn stíl sem hefur komið mjög vel út Honum líst vel á nýja þjálfarateymið en Arnar Þór verður með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar líkt og hjá U21-landsliðinu sem þeir hafa stýrt síðustu ár. „Ég held að þetta hafi verið mjög góð ákvörðun hjá KSÍ. Ég hef sest niður með þeim og rætt við þá báða, og líst mjög vel á það sem þeir eru að fara að gera. Þeir eru með sinn stíl, sem þeir hafa sýnt í U21-landsliðinu og hefur komið mjög vel út. Þeir eru ólíkir og mynda gott teymi. Ég held að það nýtist okkur að hafa Eið þarna, sem þekkir okkur leikmennina og veit hvað þarf, eftir að hafa verið inni í þessu öllu með Lars og Heimi,“ segir Kolbeinn, sem veit að hann getur fallið vel að stíl nýja þjálfarans: „Svo lengi sem að ég er í formi og heill þá er ég valmöguleiki eins og hver annar. Það er það sem skiptir máli; að vera „toppfit“ og sýna það. Þá er ekki verið að pæla í neinu öðru.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Endurræsir ferilinn í Gautaborg eftir „gríðarleg vonbrigði“ „Ég veit að ef ég stend mig vel hérna er þetta gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, annar af markahæstu landsliðsmönnum Íslands í fótbolta frá upphafi, sem orðinn er leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð. 28. janúar 2021 10:01 Kolbeinn búinn að finna sér nýtt lið Kolbeinn Sigþórsson hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Gautaborg til eins árs. 27. janúar 2021 08:16 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Sjá meira
Kolbeinn er þrítugur og hefur skorað 26 mörk í 60 landsleikjum, og deilir því markametinu með Eiði Smára Guðjohnsen. Síðasta landsliðsmark Kolbeins kom gegn Andorra haustið 2019, en hann var langt frá sínu besta á síðasta ári og skoraði hvorki mark fyrir AIK né íslenska landsliðið, eftir að hafa ítrekað glímt við meiðsli. Kolbeinn lék samtals 40 mínútur í þremur mótsleikjum með landsliðinu í október síðastliðnum en eftir 2-1 sigurinn gegn Rúmeníu skrifaði Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður KSÍ, færslu á Twitter þar sem hann velti því upp hvort landsliðsferli Kolbeins væri lokið. Að mögulega hefði Kolbeinn misst af lestinni. Taldi mig gera það vel en svo hefur fólk sínar skoðanir „Ég var ekki í nógu góðu standi, því ég var ekki búinn að spila nóg. Það var vitað,“ segir Kolbeinn við Vísi. Hann var meiddur á undirbúningstímabilinu í fyrra og meiðsli gerðu honum erfitt fyrir allt síðasta ár. „Það var litið á það þannig að ég væri ekki að fara að spila mér í 90 mínútur [í landsleikjunum síðasta haust], en að ég gæti komið inn á og breytt hlutunum ef þess þyrfti. Ég taldi mig gera það vel, þó að það væru ekki margar mínútur, en svo hefur fólk bara sínar skoðanir. Þetta voru fyrstu leikirnir mínir frá landsleikjunum 2019, þegar ég var markahæsti leikmaður undankeppninnar, svo það þarf ekki mikið til svo að umræðan snúist við.“ Stefnir á HM-leikina í mars Kolbeinn var í gær kynntur sem nýr leikmaður IFK Gautaborgar. Hann vill ólmur komast í sitt besta form með nýja liðinu og ætlar sér að vera í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar, sem mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein ytra í lok mars, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM í Katar. „Það er mitt markmið að vera klár í þá leiki. Ég er að byrja fyrstu vikuna hér með Gautaborg og fæ þá skýra mynd af því hvar ég stend, eftir að hafa verið í fríi í mánuð. Gautaborg á leiki í lok febrúar og vonandi næ ég þeim, og verð kominn á gott ról í mars. Það er mín stefna, ég er heill eins og staðan er núna og þegar manni líður vel þá er maður bjartsýnn. Núna er það bara „go for it“,“ segir Kolbeinn. Arnar og Eiður með sinn stíl sem hefur komið mjög vel út Honum líst vel á nýja þjálfarateymið en Arnar Þór verður með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar líkt og hjá U21-landsliðinu sem þeir hafa stýrt síðustu ár. „Ég held að þetta hafi verið mjög góð ákvörðun hjá KSÍ. Ég hef sest niður með þeim og rætt við þá báða, og líst mjög vel á það sem þeir eru að fara að gera. Þeir eru með sinn stíl, sem þeir hafa sýnt í U21-landsliðinu og hefur komið mjög vel út. Þeir eru ólíkir og mynda gott teymi. Ég held að það nýtist okkur að hafa Eið þarna, sem þekkir okkur leikmennina og veit hvað þarf, eftir að hafa verið inni í þessu öllu með Lars og Heimi,“ segir Kolbeinn, sem veit að hann getur fallið vel að stíl nýja þjálfarans: „Svo lengi sem að ég er í formi og heill þá er ég valmöguleiki eins og hver annar. Það er það sem skiptir máli; að vera „toppfit“ og sýna það. Þá er ekki verið að pæla í neinu öðru.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Endurræsir ferilinn í Gautaborg eftir „gríðarleg vonbrigði“ „Ég veit að ef ég stend mig vel hérna er þetta gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, annar af markahæstu landsliðsmönnum Íslands í fótbolta frá upphafi, sem orðinn er leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð. 28. janúar 2021 10:01 Kolbeinn búinn að finna sér nýtt lið Kolbeinn Sigþórsson hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Gautaborg til eins árs. 27. janúar 2021 08:16 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Sjá meira
Endurræsir ferilinn í Gautaborg eftir „gríðarleg vonbrigði“ „Ég veit að ef ég stend mig vel hérna er þetta gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, annar af markahæstu landsliðsmönnum Íslands í fótbolta frá upphafi, sem orðinn er leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð. 28. janúar 2021 10:01
Kolbeinn búinn að finna sér nýtt lið Kolbeinn Sigþórsson hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Gautaborg til eins árs. 27. janúar 2021 08:16