Óttast að krapastífla sé á fleiri stöðum í Jökulsá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2021 12:42 Verkstjóri Vegagerðarinnar óttast að stíflur hafi myndast á fleiri stöðum í Jökulsá. Lögreglan á Norðurlandi eystra Verkstjóri á Húsavík sem staddur er við Krapastífluna við Jökulsá á Fjöllum óttast að fleiri krapastíflur séu í ánni. Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni með dróna til að ná betri yfirsýn. Hann segir útlitið ekki gott, það eina sem hann sjái sé krapi svo langt sem augað eygir. Í gær þurfti að loka þjóðvegi 1 við brúna við Jökulsá á fjöllum á milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastíflu sem flæddi yfir veginn. Búið er að opna veginn við Jökulsá og verður umferð um veginn undir eftirliti þar til dimmir eða um 18.00 en þá verður veginum aftur lokað í varúðarskyni. Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík er staddur við Jökulsá og segir útlitið hreint ekki gott. „Þetta lítur alls ekkert spennandi út, það er kominn krapi út um allt; upp á bakka og svona. Það er svona hundrað metra kafli frá brú sem þurfti að ryðja út í gær þannig að fólk kæmist á milli sem var komið að brúnni þegar flóðið fór. Það er boði hérna sem notaður er fyrir vatnsmælingar og hann er á hliðinni hérna og það heyrist ekki í rennsli eða neinu. Við sjáum ekki ofan í ána.“ Óttast er að krapastífla hafi myndast á fleiri stöðum í Jökulsá. „Það er mjög líklegt að það sé einhver krapastífla þarna ofan við sem veldur því að það er ekkert rennsli hérna niður frá og svo í gær kom annað flóð hérna ofan við þannig að það er mjög líklegt að það sé einhver stífla fyrir neðan líka.“ Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni á vettvang og hún er með dróna meðferðis til að öðlast nánari yfirsýn yfir stöðuna því eins og er sér Brynjar ekkert nema krapa. „Það er frostþoka hérna þannig að það sést ekki langt en það sem við sjáum er bara krapi,“ sagði Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík. Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Tengdar fréttir Krapaflóðið lokar enn hringveginum Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. 27. janúar 2021 07:26 Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26. janúar 2021 18:04 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Sjá meira
Hann segir útlitið ekki gott, það eina sem hann sjái sé krapi svo langt sem augað eygir. Í gær þurfti að loka þjóðvegi 1 við brúna við Jökulsá á fjöllum á milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastíflu sem flæddi yfir veginn. Búið er að opna veginn við Jökulsá og verður umferð um veginn undir eftirliti þar til dimmir eða um 18.00 en þá verður veginum aftur lokað í varúðarskyni. Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík er staddur við Jökulsá og segir útlitið hreint ekki gott. „Þetta lítur alls ekkert spennandi út, það er kominn krapi út um allt; upp á bakka og svona. Það er svona hundrað metra kafli frá brú sem þurfti að ryðja út í gær þannig að fólk kæmist á milli sem var komið að brúnni þegar flóðið fór. Það er boði hérna sem notaður er fyrir vatnsmælingar og hann er á hliðinni hérna og það heyrist ekki í rennsli eða neinu. Við sjáum ekki ofan í ána.“ Óttast er að krapastífla hafi myndast á fleiri stöðum í Jökulsá. „Það er mjög líklegt að það sé einhver krapastífla þarna ofan við sem veldur því að það er ekkert rennsli hérna niður frá og svo í gær kom annað flóð hérna ofan við þannig að það er mjög líklegt að það sé einhver stífla fyrir neðan líka.“ Lögreglan á Norðurlandi eystra er á leiðinni á vettvang og hún er með dróna meðferðis til að öðlast nánari yfirsýn yfir stöðuna því eins og er sér Brynjar ekkert nema krapa. „Það er frostþoka hérna þannig að það sést ekki langt en það sem við sjáum er bara krapi,“ sagði Brynjar Ástþórsson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík.
Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Tengdar fréttir Krapaflóðið lokar enn hringveginum Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. 27. janúar 2021 07:26 Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26. janúar 2021 18:04 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Sjá meira
Krapaflóðið lokar enn hringveginum Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. 27. janúar 2021 07:26
Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26. janúar 2021 18:04