Árvekni drengs á Hofsósi varð til þess að sprungan uppgötvaðist Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2021 12:30 Lögreglan birti þessa mynd frá Hofsósi. Lögreglan á Norðurlandi vestra Árvekni ungs drengs á Hofsósi varð til þess að stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við Veðurstofuna lokað hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi, Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur vegna sprungu í snjóalögum gripið til þess ráðs að loka hafnarsvæðinu frá göngubrúnni yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð. Snjóhengjan er rétt ofan við Vesturfarasetrið og ef hún fer á skrið gæti meiriháttartjón orðið. „Við fáum tilkynningu 20 mínútur yfir tíu í gærkvöldi frá aðila sem er í björgunarsveitinni á Hofsósi og þá hafði ungur drengur haft samband við hann og látið hann vita af því að það væri komin stór sprunga í hengju sem er fyrir ofan hafnarsvæðið og Vesturfarasetrið á Hofsósi.“ Þetta sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Í kjölfarið hafi svæðið verið skoðað og mönnum hafi strax orðið ljóst að hætta væri á ferðum. „Töluvert mikill massi af snjó er í þessari hengju sem er greinilega að losna frá. Sprungan er um 50 metrar á lengd sýnist okkur og gæti verið alveg niður í fimm, sex metrar á dýpt.“ Þarna er ekki mikil brekka en alvanalegt er að mikil snjósöfnun verði á svæðinu. „En ég man ekki til þess að þetta hafi verið með þessu lagi fyrr en núna. Við höfum ekki fengið tilkynningu um að svona sprungur hafi myndast í þessari hengju á þessu svæði sem hafa kallað á þessi viðbrögð og þessa hættu sem nú er að skapast.“ Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar eru réttókomnir norður til að meta aðstæður nánar til að geta ráðlagt um næstu skref. Stefán Vagn vonast til þess að upp úr hádegi verði hægt að fara í einhverjar aðgerðir til að draga úr hættunni. „Hættan er sú að ef hengjan fer af stað, þá gæti massinn sem er á bak við hengjuna líka skriðið fram. Fyrstu hugmyndirnar eru þær að reyna einhvern veginn að rista þetta upp eða brjóta þetta upp í minni einingar og taka þetta þannig, en hvort þetta er hægt eða ekki verða ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar að hjálpa okkur með. En við getum ekki hleypt þessu af stað, við þurfum að brjóta þetta niður fyrst.“ Lögreglumál Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31 Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi, Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur vegna sprungu í snjóalögum gripið til þess ráðs að loka hafnarsvæðinu frá göngubrúnni yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð. Snjóhengjan er rétt ofan við Vesturfarasetrið og ef hún fer á skrið gæti meiriháttartjón orðið. „Við fáum tilkynningu 20 mínútur yfir tíu í gærkvöldi frá aðila sem er í björgunarsveitinni á Hofsósi og þá hafði ungur drengur haft samband við hann og látið hann vita af því að það væri komin stór sprunga í hengju sem er fyrir ofan hafnarsvæðið og Vesturfarasetrið á Hofsósi.“ Þetta sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Í kjölfarið hafi svæðið verið skoðað og mönnum hafi strax orðið ljóst að hætta væri á ferðum. „Töluvert mikill massi af snjó er í þessari hengju sem er greinilega að losna frá. Sprungan er um 50 metrar á lengd sýnist okkur og gæti verið alveg niður í fimm, sex metrar á dýpt.“ Þarna er ekki mikil brekka en alvanalegt er að mikil snjósöfnun verði á svæðinu. „En ég man ekki til þess að þetta hafi verið með þessu lagi fyrr en núna. Við höfum ekki fengið tilkynningu um að svona sprungur hafi myndast í þessari hengju á þessu svæði sem hafa kallað á þessi viðbrögð og þessa hættu sem nú er að skapast.“ Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar eru réttókomnir norður til að meta aðstæður nánar til að geta ráðlagt um næstu skref. Stefán Vagn vonast til þess að upp úr hádegi verði hægt að fara í einhverjar aðgerðir til að draga úr hættunni. „Hættan er sú að ef hengjan fer af stað, þá gæti massinn sem er á bak við hengjuna líka skriðið fram. Fyrstu hugmyndirnar eru þær að reyna einhvern veginn að rista þetta upp eða brjóta þetta upp í minni einingar og taka þetta þannig, en hvort þetta er hægt eða ekki verða ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar að hjálpa okkur með. En við getum ekki hleypt þessu af stað, við þurfum að brjóta þetta niður fyrst.“
Lögreglumál Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31 Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31
Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent