Segir að það vanti leikgleðina hjá Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 14:00 Það er þungt yfir Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og öðrum Liverpool mönnum þessa dagana. Getty/Peter Powell Er ekki gaman lengur að spila fyrir Jürgen Klopp? Blaðamaður Guardian hefur áhyggjur af því að svo sé einmitt staðan hjá Englandsmeisturunum. Verðlaunapistlahöfundur á Guardian saknar eins í leik Liverpool liðsins og það eru ekki týndir skotskór hjá sóknarþríeykinu eða háklassa miðvörður. Það eru auðvitað margir að velta fyrir sér stöðunni hjá Englandsmeisturum Liverpool. Yfirburðarliðið frá því á síðasta tímabili er dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Í ofanlag þá datt Liverpool út fyrir Manchester United í enska bikarnum og hefur ekki skorað deildarmark síðan fyrir áramót. Jonathan Liew fer yfir stöðuna hjá Liverpool í nýjasta pistli sínum á vefsíðu Guardian. Where did all the fun go? Liverpool must rediscover risk-taking brilliance | Jonathan Liew https://t.co/8hbQ88wq1O— The Guardian (@guardian) January 26, 2021 „Það er ástæða því að velta fyrir sér hvort kom á undan fótboltinn eða leikgleðin þegar við skoðum vandræðin á Liverpool liðinu. Af því að stærsta vandamál Liverpool liðsins í dag er ekki staða þess í deildinni, þrír fremstu mennirnir eða miðvarðarstöðurnar. Það er skortur á leikgleði,“ skrifaði Jonathan Liew. „Úrslitin mun fara falla með liðinu á ný. Frammistaðan á móti Manchester United á sunnudaginn var góð en skilaði engu vegna einstaklingsmistaka og frábæru aukspyrnumarki frá Bruno Fernandes. Liverpool liðið er hvorki eins slæmt og þeir líta út núna eða eins gott og liðið leit út fyrir mánuði síðan þegar skynsamir sérfræðingar voru að spá því að þeir myndu vinna deildina með tíu stigum. Miðvarðarvandræðin mun leysast líka. Meiddir leikmenn munu koma til baka. Ungir leikmenn eins og Rhys William munu ná að fóta sig,“ skrifaði Liew. „Kannski mun nýr leikmaður bætast í hópinn á næstu dögum. Ef ekki þá virðist Fabinho vera að standa sig vel eins og er. Rekstrarvandræði vegna kórónuveirunnar munu leyast um leið og faraldurinn fer sína leið og áhorfendur mæta aftur á Anfield. Thiago Alcântara hefur átt erfiða byrjun en hann er of góður til að ná ekki árangri til lengri tíma litið. Það sama má segja um bakverðina. Heilt yfir þá mun krísan sem herjar á Liverpool gufa upp á næstu sex mánuðum. En leikgleðin, um leið og hún hverfur, þá er erfitt að finna hana aftur,“ skrifaði Jonathan Liew en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Verðlaunapistlahöfundur á Guardian saknar eins í leik Liverpool liðsins og það eru ekki týndir skotskór hjá sóknarþríeykinu eða háklassa miðvörður. Það eru auðvitað margir að velta fyrir sér stöðunni hjá Englandsmeisturum Liverpool. Yfirburðarliðið frá því á síðasta tímabili er dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Í ofanlag þá datt Liverpool út fyrir Manchester United í enska bikarnum og hefur ekki skorað deildarmark síðan fyrir áramót. Jonathan Liew fer yfir stöðuna hjá Liverpool í nýjasta pistli sínum á vefsíðu Guardian. Where did all the fun go? Liverpool must rediscover risk-taking brilliance | Jonathan Liew https://t.co/8hbQ88wq1O— The Guardian (@guardian) January 26, 2021 „Það er ástæða því að velta fyrir sér hvort kom á undan fótboltinn eða leikgleðin þegar við skoðum vandræðin á Liverpool liðinu. Af því að stærsta vandamál Liverpool liðsins í dag er ekki staða þess í deildinni, þrír fremstu mennirnir eða miðvarðarstöðurnar. Það er skortur á leikgleði,“ skrifaði Jonathan Liew. „Úrslitin mun fara falla með liðinu á ný. Frammistaðan á móti Manchester United á sunnudaginn var góð en skilaði engu vegna einstaklingsmistaka og frábæru aukspyrnumarki frá Bruno Fernandes. Liverpool liðið er hvorki eins slæmt og þeir líta út núna eða eins gott og liðið leit út fyrir mánuði síðan þegar skynsamir sérfræðingar voru að spá því að þeir myndu vinna deildina með tíu stigum. Miðvarðarvandræðin mun leysast líka. Meiddir leikmenn munu koma til baka. Ungir leikmenn eins og Rhys William munu ná að fóta sig,“ skrifaði Liew. „Kannski mun nýr leikmaður bætast í hópinn á næstu dögum. Ef ekki þá virðist Fabinho vera að standa sig vel eins og er. Rekstrarvandræði vegna kórónuveirunnar munu leyast um leið og faraldurinn fer sína leið og áhorfendur mæta aftur á Anfield. Thiago Alcântara hefur átt erfiða byrjun en hann er of góður til að ná ekki árangri til lengri tíma litið. Það sama má segja um bakverðina. Heilt yfir þá mun krísan sem herjar á Liverpool gufa upp á næstu sex mánuðum. En leikgleðin, um leið og hún hverfur, þá er erfitt að finna hana aftur,“ skrifaði Jonathan Liew en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira