Segir að það vanti leikgleðina hjá Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 14:00 Það er þungt yfir Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og öðrum Liverpool mönnum þessa dagana. Getty/Peter Powell Er ekki gaman lengur að spila fyrir Jürgen Klopp? Blaðamaður Guardian hefur áhyggjur af því að svo sé einmitt staðan hjá Englandsmeisturunum. Verðlaunapistlahöfundur á Guardian saknar eins í leik Liverpool liðsins og það eru ekki týndir skotskór hjá sóknarþríeykinu eða háklassa miðvörður. Það eru auðvitað margir að velta fyrir sér stöðunni hjá Englandsmeisturum Liverpool. Yfirburðarliðið frá því á síðasta tímabili er dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Í ofanlag þá datt Liverpool út fyrir Manchester United í enska bikarnum og hefur ekki skorað deildarmark síðan fyrir áramót. Jonathan Liew fer yfir stöðuna hjá Liverpool í nýjasta pistli sínum á vefsíðu Guardian. Where did all the fun go? Liverpool must rediscover risk-taking brilliance | Jonathan Liew https://t.co/8hbQ88wq1O— The Guardian (@guardian) January 26, 2021 „Það er ástæða því að velta fyrir sér hvort kom á undan fótboltinn eða leikgleðin þegar við skoðum vandræðin á Liverpool liðinu. Af því að stærsta vandamál Liverpool liðsins í dag er ekki staða þess í deildinni, þrír fremstu mennirnir eða miðvarðarstöðurnar. Það er skortur á leikgleði,“ skrifaði Jonathan Liew. „Úrslitin mun fara falla með liðinu á ný. Frammistaðan á móti Manchester United á sunnudaginn var góð en skilaði engu vegna einstaklingsmistaka og frábæru aukspyrnumarki frá Bruno Fernandes. Liverpool liðið er hvorki eins slæmt og þeir líta út núna eða eins gott og liðið leit út fyrir mánuði síðan þegar skynsamir sérfræðingar voru að spá því að þeir myndu vinna deildina með tíu stigum. Miðvarðarvandræðin mun leysast líka. Meiddir leikmenn munu koma til baka. Ungir leikmenn eins og Rhys William munu ná að fóta sig,“ skrifaði Liew. „Kannski mun nýr leikmaður bætast í hópinn á næstu dögum. Ef ekki þá virðist Fabinho vera að standa sig vel eins og er. Rekstrarvandræði vegna kórónuveirunnar munu leyast um leið og faraldurinn fer sína leið og áhorfendur mæta aftur á Anfield. Thiago Alcântara hefur átt erfiða byrjun en hann er of góður til að ná ekki árangri til lengri tíma litið. Það sama má segja um bakverðina. Heilt yfir þá mun krísan sem herjar á Liverpool gufa upp á næstu sex mánuðum. En leikgleðin, um leið og hún hverfur, þá er erfitt að finna hana aftur,“ skrifaði Jonathan Liew en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Verðlaunapistlahöfundur á Guardian saknar eins í leik Liverpool liðsins og það eru ekki týndir skotskór hjá sóknarþríeykinu eða háklassa miðvörður. Það eru auðvitað margir að velta fyrir sér stöðunni hjá Englandsmeisturum Liverpool. Yfirburðarliðið frá því á síðasta tímabili er dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Í ofanlag þá datt Liverpool út fyrir Manchester United í enska bikarnum og hefur ekki skorað deildarmark síðan fyrir áramót. Jonathan Liew fer yfir stöðuna hjá Liverpool í nýjasta pistli sínum á vefsíðu Guardian. Where did all the fun go? Liverpool must rediscover risk-taking brilliance | Jonathan Liew https://t.co/8hbQ88wq1O— The Guardian (@guardian) January 26, 2021 „Það er ástæða því að velta fyrir sér hvort kom á undan fótboltinn eða leikgleðin þegar við skoðum vandræðin á Liverpool liðinu. Af því að stærsta vandamál Liverpool liðsins í dag er ekki staða þess í deildinni, þrír fremstu mennirnir eða miðvarðarstöðurnar. Það er skortur á leikgleði,“ skrifaði Jonathan Liew. „Úrslitin mun fara falla með liðinu á ný. Frammistaðan á móti Manchester United á sunnudaginn var góð en skilaði engu vegna einstaklingsmistaka og frábæru aukspyrnumarki frá Bruno Fernandes. Liverpool liðið er hvorki eins slæmt og þeir líta út núna eða eins gott og liðið leit út fyrir mánuði síðan þegar skynsamir sérfræðingar voru að spá því að þeir myndu vinna deildina með tíu stigum. Miðvarðarvandræðin mun leysast líka. Meiddir leikmenn munu koma til baka. Ungir leikmenn eins og Rhys William munu ná að fóta sig,“ skrifaði Liew. „Kannski mun nýr leikmaður bætast í hópinn á næstu dögum. Ef ekki þá virðist Fabinho vera að standa sig vel eins og er. Rekstrarvandræði vegna kórónuveirunnar munu leyast um leið og faraldurinn fer sína leið og áhorfendur mæta aftur á Anfield. Thiago Alcântara hefur átt erfiða byrjun en hann er of góður til að ná ekki árangri til lengri tíma litið. Það sama má segja um bakverðina. Heilt yfir þá mun krísan sem herjar á Liverpool gufa upp á næstu sex mánuðum. En leikgleðin, um leið og hún hverfur, þá er erfitt að finna hana aftur,“ skrifaði Jonathan Liew en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira