Íbúinn útskrifaður af slysadeild Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2021 11:48 Eldur kom upp í einbýlishúsi í Kaldaseli Reykjavíkur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Altjón varð þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Kaldasel snemma í morgun. Varðstjóri telur að eldurinn hafi verið búinn að malla lengi því efri hluti hússins hafi verið nánast alelda. Einn íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun. Hann hefur verið útskrifaður. Allt tiltækt slökkvilið á höfðuborgarsvæðinu var kallað út á sjöundatímanum í morgun að Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem eldur kom upp í einbýlishúsi. Íbúa í húsinu tókst að komast út og var á leið á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var útskrifaður af slysadeildinni í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Árni Ómar Árnason varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var með þeim fyrstu á vettvang. „Við vorum komin á vettvang um um 6:40. Þetta leit ekki vel það logaði hér út um stafn og út um gluggann hér að vestanverðu. Eldurinn var búinn að ná sér vel á strik, það voru allar rúður farnar á efri hæðinni og eldurinn stóð hérna langt út fyrir húsið. Þetta var gríðarlega mikið bál,“ segir Árni. Svipmyndir af vettvangi í morgun má sjá að neðan. Slökkvilið þurfti að rjúfa þakið á nokkrum stöðum og voru reykkafarar að störfum inni í húsinu í morgun. „Það var svo mikið bál þarna að innanverðu þannig að við þurftum að rjúfa þakið til að komast að eldinum,“ segir Árni. Hann segir gríðarlegt tjón á húsinu. „Þetta er altjón,“ segir Árni. Slökkvilið lauk störfum á vettvangi um ellefu leitið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu tók við. Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri þar segir rannsókn-og tæknideild nú á svæðinu. Ekki sé á þessu stigi hægt að greina frá eldsupptökum. Slökkvilið Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8. janúar 2021 12:28 „Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið á höfðuborgarsvæðinu var kallað út á sjöundatímanum í morgun að Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem eldur kom upp í einbýlishúsi. Íbúa í húsinu tókst að komast út og var á leið á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var útskrifaður af slysadeildinni í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Árni Ómar Árnason varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var með þeim fyrstu á vettvang. „Við vorum komin á vettvang um um 6:40. Þetta leit ekki vel það logaði hér út um stafn og út um gluggann hér að vestanverðu. Eldurinn var búinn að ná sér vel á strik, það voru allar rúður farnar á efri hæðinni og eldurinn stóð hérna langt út fyrir húsið. Þetta var gríðarlega mikið bál,“ segir Árni. Svipmyndir af vettvangi í morgun má sjá að neðan. Slökkvilið þurfti að rjúfa þakið á nokkrum stöðum og voru reykkafarar að störfum inni í húsinu í morgun. „Það var svo mikið bál þarna að innanverðu þannig að við þurftum að rjúfa þakið til að komast að eldinum,“ segir Árni. Hann segir gríðarlegt tjón á húsinu. „Þetta er altjón,“ segir Árni. Slökkvilið lauk störfum á vettvangi um ellefu leitið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu tók við. Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri þar segir rannsókn-og tæknideild nú á svæðinu. Ekki sé á þessu stigi hægt að greina frá eldsupptökum.
Slökkvilið Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8. janúar 2021 12:28 „Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8. janúar 2021 12:28
„Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55