Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2021 12:28 Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Vísir/Einar Árnason Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Eldur hafði þá kviknað í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi en ekki hlaust af honum tjón, hvorki á fólki né verðmætum. Vindáttin er þó fremur óhagstæð því reyk leggur enn yfir Esjumela og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ. Íbúar eru því hvattir til að hafa glugga lokaða vegna mengunar á meðan hiti er enn í haugnum og reykur stafar frá. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri aðgerðasviðs hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er á vettvangi. „Það er búið að ná stjórn á eldinum og búið að urða þetta efni sem eldurinn var í þannig að jarðvegurinn er bara að kæfa eldinn. Þetta tekur bara sinn tíma. Það mun rjúka aðeins úr þessu fram eftir degi en búið er að koma í veg fyrir mestu mengunina.“ Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Í upphafi þurfti þó að moka hauginn frá húsi sem var í hættu. Meginþungi vinnunnar á vettvangi fólst í að reyna að kæfa eldinn með mold og sandi. Brynjar segir að smávæglegar glæður í urðunarstöðinni sé í raun daglegt brauð en í þessu tilfelli var óheppilegt að eldurinn hafi kviknað að nóttu til og þannig náð að breiðast út. „Mesti krafturinn var settur að reyna að hindra útbreiðslu og slökkva þetta og reyna að minnka mengun eins og hægt er og þess vegna voru fengin fjölmörg tæki í þetta. Við vorum með einhverjar fimm stórar vinnuvélar, jarðýtur og meira til.“ Ómögulegt sé að segja til um út frá hverju kviknaði. „Það er blandaður úrgangur í þessum haug og þegar verið er að jarða ýmis efni þá myndast hiti við rotnun og annað og það getur verið sjálfsíkveikja í ýmsum efnum. Hluti af haugnum var dekkjakurl og alls konar úrgangur.“ Slökkvilið Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Eldur hafði þá kviknað í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi en ekki hlaust af honum tjón, hvorki á fólki né verðmætum. Vindáttin er þó fremur óhagstæð því reyk leggur enn yfir Esjumela og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ. Íbúar eru því hvattir til að hafa glugga lokaða vegna mengunar á meðan hiti er enn í haugnum og reykur stafar frá. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri aðgerðasviðs hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er á vettvangi. „Það er búið að ná stjórn á eldinum og búið að urða þetta efni sem eldurinn var í þannig að jarðvegurinn er bara að kæfa eldinn. Þetta tekur bara sinn tíma. Það mun rjúka aðeins úr þessu fram eftir degi en búið er að koma í veg fyrir mestu mengunina.“ Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Í upphafi þurfti þó að moka hauginn frá húsi sem var í hættu. Meginþungi vinnunnar á vettvangi fólst í að reyna að kæfa eldinn með mold og sandi. Brynjar segir að smávæglegar glæður í urðunarstöðinni sé í raun daglegt brauð en í þessu tilfelli var óheppilegt að eldurinn hafi kviknað að nóttu til og þannig náð að breiðast út. „Mesti krafturinn var settur að reyna að hindra útbreiðslu og slökkva þetta og reyna að minnka mengun eins og hægt er og þess vegna voru fengin fjölmörg tæki í þetta. Við vorum með einhverjar fimm stórar vinnuvélar, jarðýtur og meira til.“ Ómögulegt sé að segja til um út frá hverju kviknaði. „Það er blandaður úrgangur í þessum haug og þegar verið er að jarða ýmis efni þá myndast hiti við rotnun og annað og það getur verið sjálfsíkveikja í ýmsum efnum. Hluti af haugnum var dekkjakurl og alls konar úrgangur.“
Slökkvilið Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30