Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2021 23:10 Kim Kielsen forsætisráðherra í sal grænlenska þingsins í Nuuk. Erik Jensen stendur álengdar við vegginn. Vísir/EPA. Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. Eftir harðvítug átök innan Siumut-flokksins, stærsta flokks landsins, náði Erik Jensen að fella Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember með 39 atkvæðum gegn 32. Hann hugðist í framhaldinu láta kné fylgja kviði og ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. „Ég reikna fastlega með því að ég verði fljótlega formaður landsstjórnarinnar,“ sagði Erik Jensen í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR fyrr í mánuðinum. Erik Jensen felldi Kim Kielsen úr formennsku Siumut-flokksins fyrir tveimur mánuðum. Núna vill hann einnig verða formaður landsstjórnar Grænlands.Siumut/Skjáskot Hann flaug síðan frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokkana tvo um að hann tæki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. Á föstudag greindi fréttamiðillinn Sermitsiaq frá því að Erik Jensen væri aftur farinn heim til Sisimiut án þess að nokkur niðurstaða hefði fengist. „Það eru engar afgerandi fréttir af viðræðunum. En ég get sagt að við höfum átt góða fundi, sem ég tel að við ættum að halda áfram þegar þingið kemur saman á ný,“ sagði Erik Jensen í viðtali við Sermitsiaq. KNR segir að þetta svar hans geti einnig þýtt að viðræðum um leiðtogaskipti innan landsstjórnarinnar verði ekki fram haldið. Það líti núna út fyrir að Kim Kielsen haldi áfram. Forystumenn hinna stjórnarflokkanna hafa ekkert tjáð sig um viðræðurnar. Þá hefur Kim Kielsen einnig hafnað viðtölum um stöðuna. Grænlenskir fjölmiðlar telja þó víst að hann hafi ekki í hyggju að standa sjálfviljugur upp úr forsætinu fyrir Erik Jensen. Kim Kielsen var í kastljósi heimsfjölmiðlanna sumarið 2019 þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, vildi kaupa Grænland. Hér má sjá svar hans í viðtali á Stöð 2: Grænland Tengdar fréttir Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Eftir harðvítug átök innan Siumut-flokksins, stærsta flokks landsins, náði Erik Jensen að fella Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember með 39 atkvæðum gegn 32. Hann hugðist í framhaldinu láta kné fylgja kviði og ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. „Ég reikna fastlega með því að ég verði fljótlega formaður landsstjórnarinnar,“ sagði Erik Jensen í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR fyrr í mánuðinum. Erik Jensen felldi Kim Kielsen úr formennsku Siumut-flokksins fyrir tveimur mánuðum. Núna vill hann einnig verða formaður landsstjórnar Grænlands.Siumut/Skjáskot Hann flaug síðan frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokkana tvo um að hann tæki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. Á föstudag greindi fréttamiðillinn Sermitsiaq frá því að Erik Jensen væri aftur farinn heim til Sisimiut án þess að nokkur niðurstaða hefði fengist. „Það eru engar afgerandi fréttir af viðræðunum. En ég get sagt að við höfum átt góða fundi, sem ég tel að við ættum að halda áfram þegar þingið kemur saman á ný,“ sagði Erik Jensen í viðtali við Sermitsiaq. KNR segir að þetta svar hans geti einnig þýtt að viðræðum um leiðtogaskipti innan landsstjórnarinnar verði ekki fram haldið. Það líti núna út fyrir að Kim Kielsen haldi áfram. Forystumenn hinna stjórnarflokkanna hafa ekkert tjáð sig um viðræðurnar. Þá hefur Kim Kielsen einnig hafnað viðtölum um stöðuna. Grænlenskir fjölmiðlar telja þó víst að hann hafi ekki í hyggju að standa sjálfviljugur upp úr forsætinu fyrir Erik Jensen. Kim Kielsen var í kastljósi heimsfjölmiðlanna sumarið 2019 þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, vildi kaupa Grænland. Hér má sjá svar hans í viðtali á Stöð 2:
Grænland Tengdar fréttir Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14
Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00