Enski boltinn

Burnley og Leicester áfram í bikarnum

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmenn Burnley fagna í dag.
Leikmenn Burnley fagna í dag. getty/Mike Egerton

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn þegar Burnley vann 3-0 sigur á Fulham í FA-bikarnum á Englandi. Leicester vann á sama tíma 3-1 sigur á Brentford.

Jay Rodriguez kom Burnley yfir á 31. mínútu og bætti svo við öðru marki úr vítaspyrnu á 71. mínútu leiksins. Hann átti síðan stoðsendinguna á Kevin Long sem skoraði þriðja mark Burnley á 81. mínútu og Burnley flaug sannfærandi áfram í 16-liða úrslit.

Leicester lenti í vandræðum í fyrri hálfleik á móti B-deildarliðinu Brentford. Mads Bech kom Brentford yfir á 6. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik.

Leicester-menn voru fljótir að snúa taflinu sér í hag í síðari hálfleik því Cengiz undir jafnaði metin á 46. mínútu og Youri Tielemans kom úrvalsdeildarliðinu yfir úr vítaspyrnu á 51. mínútu. James Maddison innsiglaði svo sigurinn á 71. mínútu.

Leicester mætir Brighton í næstu umferð bikarsins á meðan Burnley mætir annaðhvort Bournemouth eða Crawley Town.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.